Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 55
.‘57
ingarstofnunarinnar, seni ákveður lífeyrinn samkvæmt ákvæðum
laganna.
Greiðslur elliJífeyiás hefjast þegar hinn tryggði verður (57 ára. Hon-
um er þó heimilt að fá greiðslum ellilífeyris frestað um eitt ár í senn
og hækkar ])á ellilífeyririnn sem hér segir:
(Í8 ára gamall maður fær 13 % í viðbót
(59 — — _ _ 30 % - —
70 — — — — 50 % - —
71 árs eða eldri 75 % - —
Örorkulífeyrir greiðist á aldrinum 16—67 ára, en skilgreiningin
á því hverjir skuli teljast öryrkjar, er hér hin sama og nú er, þegar
úthlutað er örorkubótum, sambr. það sem að framan var sagt.
Enda þótt yfirleilt sé ráð fyrir gert, að þeim einum, sem úrskurð-
aðir hafa verið öryrkjar, sé veittur örorkulifeyrir, og aðeins lífeyrir,
en ekki önnur hjálp, eru þó frá því nokkrar undantekningar.
Tryggingarstofnuninni er heimilt að gera ráðstafanir til þess ;ið
koma í veg fyrir, að tryggingarskyldir menn og konur verði öryrkjar,
íneð því að láta þau læra störf við þeirra hæfi, veita þeim læknishjálp,
gerfilimi o. a., sem að gagni má koma. Sama gildir einnig um þá, sem
þegar eru orðnir öryrkjar. Vilji hinir tryggðu ekki lilita slíkum ráð-
stöfunum, getur ])að orðið til þess, að ])eir fyrirgeri rétti sínum til líf-
eyris að nokkru eða öllu leyti, en þó cr enginn skyldur að hlíta læknis-
aðgerð, sem getur haft i för með sér hættu á lífi eða limum.
Á sama hátt getur Tryggingarstofnunin veitt hjálp til að byrja
sjálfstæða vinnu, með því að styrkja menn til náms, bóklegs eða verk-
legs, til þess að kaupa vinnuvélar og' veita þeim aðstoð til að afla
sér vinnu.
Örorkulífeyrir er yfirleitt ekki veittur þeim, sem njóta Hfeyris úr
öðrum sjóðum eða opinbers styrks samkv. lögum um ríkisframfærslu
sjiikra manna og örkumla eða eru á einhvern annan hátt á framfæri
hins opinbera.
Gert er ráð fyrir að þeir, sem eig'a rétt á örorkubótum vegna slysa,
fái örorkubæturnar greiddar úr Lífeyrissjóði íslands, ef örorkan er
metin 50% eða meira. Eins er ætlazt til, að þeir, sem rétt eiga á skaða-
bótum vegna slysa, geti afsalað sér þeim til Lífeyrissjóðs, gegn því
að fá örorkulífeyri, en kjósi þeir heldur að halda skaðabótaréttinum,
jnissi þeir réttinn lil lífeyrisins að nokkru eða öllu leyti.
Eins og fyrr var getið, eru upphæðir lífeyrisins ekki ákveðnar í
lögunuin, en setja skal sérstök lög, sem ákveða hve hárri upphæð
fullur lifeyrir skuli nema. Hinsvegar eru í lögunum ákveðnar frádráttar-
reglur, þannig að fullur lífeyrir er því aðeins greiddur, að tekjur þess,
seni í hlut á, fari ekki fram úr vissu hámarki, eða % af hinni árlegu
lífeyrisgreiðslu.
Ef tekjurnar eru meiri skal draga frá lífeyrinuin 60 % af þeirri
upphæð, seni árstekjurnar eru umfram þi’iðjung fullrar lífeyrisupp-