Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 57
39
e. Tekjur Lifeyrissjóðs íslands úrið 1936—39.
Að lokum skal hér g'el'ið yfirlit yfir nettótekjur Lífeyrissjóðs Is-
lands árin 1936—39, en að öðru leyti vísast til nánari greinargerðar
um starfsemi hans aftar í árbókinni.
Nettótekjur Lifeyrissjóðs íslands.
1930 ................................. kr. 650 780,85
1937 .................................. — 028 404,44
1938 .................................. — 704 258,71
1939 .................................. — 038 497,57
Alls kr. 2 028 001,57
E. Atvinnuleysistryg'gingar.
a. Stofnun atvinnuleysissjóða.
Eins og áður liefir verið getið, hefir enn ekki verið stofnaður
neinn atvinnuleysissjóður samkvæmt lögunum um alþýðutryggingar, og'
sá kafli laganna, sem fjallar um atvinnuleysistryggingar, hefir því verið
dauður bókstafur hingað til. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þeim
skilyrðum, sem uppfylla þarf við stofnun atvinnuleysissjóða.
Stéttarfélög', hvort sem um er að ræða félög daglaunafólks, sjó-
manna, iðnaðarmanna, verzlunarmanna eða skrifstofufólks, og önnur
sambærileg félög, sem stofna atvinnuleysissjóð, eiga rétt á staðfestingu
ráðherra á sjóðnum, að fullnægðum vissum skilyrðum. Veitir slík stað-
festing sjóðnum rétt til styrks frá ríki og' sveitarfélagi eftir ákveðnum
reglum.
Skilyrði fyrir staðfestingu eru, að sjóðfélagar séu elcki færri en
50 og vinni að sömu eða svipaðri starfsgrein eða eigi við svipuð vinnu-
skilyrði að búa, ennfremur að félagið sé heimilisfast í einhverjum
kaupstáðanna eða kauptúnanna og sjóðfélagar allir búsettir þar eða í
nágrenninu, og loks að samþykktir og starfstilhögun skuli staðfest af
ráðherra, að fengnum tillögum Tryggingarstofnunar ríkisins. Aðeins einn
sjóður á hverjum stað, innan sömu starfsgreinar, getur fengið stað-
festingu ráðherra.
Atvinnuleysissjóðir, sem stofnaðir kunna að verða, skulu tilkynna
ráðherra stofnunina fyrir 1. apríl og öðlast j)á rétt til framlags úr
ríkissjóði og sveitarsjóði, frá næstu áramótum á eftir.
b. Stjórn og yfirstjórn.
Skipulag' atvinnuleysistrygginganna er í öllum aðaldráttum hlið-
stætt skipulagi sjúkrasamlaganna, sem lýsl hefir verið hér að framan.
Ætlazt er lil að hver sjóður hafi sína sérstöku stjórn, eftir nánari
ákvæðum samþykktanna og eru jieir því í rauninni sjálfstæð fyrirtæki,