Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 64
46
Af þessum kostnaði greiöir ríkissjóður Vj, hluta, þó ekki af sér-
kostnaði frjálsra slysatrygginga né heldur ellistyrktarsjóða, enda er hann
nær enginn.
Kostnaðarhluti ríkissjóðs fyrir árin 1936 og 1937 var miðaður við
kostnað í þrengri merkingu, og' var því ekki % af heildarkostnaðinum.
Árið 1938 var ekki greitt tillag móti kostnaði vegna Lífeyrissjóðs barna-
kennara, enda hann þá ekki kominn í vörzlu Tryggingarstofnunarinnar.
Að upphæð nam tillag ríkissjóðs:
árið 1936 kr. 12 767,03 árið 1938 kr. 40 495,51
— 1937 — 24 351,04 — 1939 — 40 652,12.
Kostnaðurinn hefir árið 1939 samtals nuinið kr. 162 645,67, og eins
og að líkindum lætur, aðallega verið borinn af slysatryggingardeild og
Lífeyrissjóði íslands, eins og sést á eftirfarandi töflu:
Tafla 2. Kostnaður Trijggingarstofnunar ríkisins eflir deildum úrið 1!)3!>.
Dcild Almennur skrifst.k. Innheimtu- laun Dagp. vottorð Greiðsla til Styrkurtil skattan. slysavarna Samtals
Líf. ísl ... . . 51 456,92 12 362,70 3 500,00 67 319,62
Slysatr.d. . . . . 53 201,04 20 879,41 8 447,00 „ 4 000,00 86 527,45
Líf. emb. . 4 344,75 99 >> 4 344,75
Líf. barnak. 4 099,20 99 99 4 099,20
Líf. Ijósm. 353,65 99 99 353,65
Ellist.sjóöir 1,00 99 „ 99 99 1,00
113 456,56 33 242,11 8 447,00 3 500,00 4 000,00 162 645,67
B. Slysatryg'g'ing'ardeild.
Gildi slysatryggingar verkafólks hlýtur almennt að miðast við það,
hversu hún fær bætt fir því tjóni, sem slysin valda. Þar af leiðir, að þau
atriði, sem snerta hina slösuðu mest, eru, hve mörg þeirra slysa, er menn
verða fyrir, eru bætt, og hversu háar bæturnar eru.
Nú eru engar tölulegar upplýsingar fyrir hendi um slysafjölda, því
enda þótt flest öll slys muni vera skráð i heilbrig'ðisskýrslum, þá er sá
grundvöllur varla nothæfur til samanburðar við bætt slys slysatrygg-
ingarinnar, sem aðeins bætir slys við tri/ggingarskyldan atvinnurekstur.
Það er höfuðmunur á því t. <1., hvort barn verður handlama uin tíma,
eða hvort framfærandi verður handlama.
Það eru eðlilega aðeins þau slys, er valda verulegu fjárhagstjóni,
sern máli skipta, þ. e. þau slys, sem valda því, að framfærandi verði
óvinnufær skemmri eða lengri tíma. Ekki er heldur unnt að meta það
tölulega, hversu mikið fjárhagstjón verður af ýmsum slysuin, og i
fæstum tilfellum eru þær upplýsingar fyrir hendi, sem hægt er að byggja
slíkt mat á.
Það verður því að fara aðrar leiðir til að meta gildi slysatrygging-
anna. Tafla 3 er um tryggingartímann í sjómanna- og iðntrygging-