Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 70
52
tryggingarskykls atvinnureksturs eru sjálfsagt nokkur enn þá, en þ«
munu þau vera alliniklu minni en 1932.
Framfærendur voru alls taldir á landinu 1930 50 072 og ætla má að
þeim hafi fjölgað lil lt)3<3 uppí ca. 55 000. Ef slysatryggingin nær til
24 100 framfærenda, er það um 44%. Að öllu athuguðu verður að telja
líklegra að slysatryggingin nái í mesta lagi iil um 40% allra frainfærenda.
Tafla 4 ei' um bætur slysatryggingarinnar frá 1904—1939. Þar af er
timabilið 1904—30 tekið í einu lagi samkv. ritgerð Halldórs Stefáns-
sonar forstjóra, um slysatrygginguna 1904—30.
Fram til 1928 nær slysatryggingin aðeins lil sjómanna, en þá hefst
trygging annars verkafólks. Hlutfallsleg þýðing hvorrar greinar slysa-
tryggingarinnar verður því að athugast með tillili til þessa.
Bæturnar eru með fernu móti: dánarbætur, örorkubætur, dagpen-
ingar og sjúkrahjálp, auk þess árin 1938 og 39, kaup og fæðispeningar
sjómanna, sem telst með dagpeningum.
Samanburður á tímabilunum 1904—39 og 1936—39 sýnir, að á þessu
tímabili hefir hlutfallsleg þýðing dánarbótanna lækkað, örorkubótanna
staðið nokkurnveginn í stað, en dagpeninganna aukizt, og nýr liður bæzt
við, en það er sjúkrahjálpin, en útgjöldin til hennar hafa aukizt með
hverju ári.
Dánarbætur sjómannatryggingarinnar eru mjög' breytilegar frá ári
til árs vegna áraskipta að slysförum á sjó; ]>ví er mjög örðugt að gera
sér fulla grein fyrir því, hvort hlutfallið milli hinna ýmsu tegunda af
hótum hefir breyzt í ákveðna átt, auk þess koma þar til greina lireyt-
ingar á sjálfum bótaupphæðunum.
Síðastliðið ár, 1939, voru slysabætur sjóinannatryggingarinnar lægri
en þær hafa verið nokkui t ár síðan 1930, en það er þegai’ augljóst, að í
ár, 1940, hljóta þær að fara langt fram úr meðaltali síðustu fjögurra
áranna.
Öðru máli gegnir um dánarbætui' iðntryggingarinnar. Dauðaslys við
vinnu tryggðra i iðntryggingunni eru sjaldgæfari, og ótítt að margir farizt
i einu. Bæturnar eru því jafnari ár frá ári, en með aukinni tryggingu
landverkamanna hækkar eðlilega hluti þessara bóta af heildarbótunum.
Um örorkubæturnar er það að segja, að þær virðast fara hlutfalls-
lega lækkandi, og geta tvær orsakir legið lil þess. Annars vegar að færri
slys valda örorku en áður vegna bættrar læknishjálpar, og á hinn bóginn
aukið eftirlit með því, að þæv verði ekki misnotaðar. Þar á móti vegur að
vísu vaxandi tilhneiging dómstólanna lil þess að dæma tryggingartelög
bótaskyld í vafatilfellum.
í sambandi við dagpeningana kemur í Ijós mikilvægasta hreytingin
á starfsemi slysatryggingarinnar. Slysatryggingin, sem upprunalega var
aðallega ekkju- og munaðarleysingjatrygging, er stöðugt að fá á sig
meiri og meiri svip almennrar slysatryggingar, sem ekki aðeins Iryggir
gegn líftjóni og örorku, heldur og tímabundnum atvinnumissi vegna
slysa.