Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 72
54
kostnaðinn, læknisvottorð og styrki til slysavarna og auk þess byggt upp
varasjóð slysatryggingardeildar, sem í árslok 1939 nam kr. 1 430 þús.,
en um skrifstofukostnaðinn er ritað hér að framan, svo ekki er ástæða
til þess að orðlengja um hann hér.
C. Sjúkratryggingardeild.
1. Tala sjiikrasamlaganna.
Samkvæmt alþýðutrygg'ingarlögunum 1936 var skylt að stofna
sjúkrasamlög í öllum kaupstöðum landsins. Þessi samlög hófu öll inn-
heimtu iðgjalda á árinu 1936, en 2 þeirra, Sjúkrasamlag Reykjavíkur og
Sjúkrasamlag Neskaupstaðar, veittu ekki sjúkrahjálp fyrr en í ársbyrjun
1937. Á árinu 1937 var stofnað fyrsta samlagið utan kaupstaðanna,
sem uppfyllti skilyrði laganna, Sjúkrasamlag Fljótshlíðarhrepps, en
þar hafði áður starfað sjúkrasamlag samkvæmt eldri löggjöf. Veitti
það sjúkrahjálp frá ársbyrjun 1938. Árið 1938 bætist við Sjúkrasam-
lag Akraness; 1939 taka til starfa tvö samlög í Árnessýslu; Sjúkrasam-
lag Villingaholtshrepps og Hraungerðishrepps, hið síðarnefnda veitir J)ó
ekki sjúkrahjálp fyrr en frá ársbyrjun 1940. Þáhefirverið stofnað Sjúkra-
samlag Hvolhrepps, sem byrjar innheimtu iðgjalda frá 1. jan. 1940 og
ákveðið að stofna sjúkrasamlag á Eyrarbakka og' á Kjalarnesi. AIIs eru
samlögin því 15 talsins í árslok 1940 og fara nöfn þeirra hér á eftir og
nöfn formanna samlaganna.
A. í kaupstöðum:
1. Sjúk rasamlag' Akureyrar, formaður Sigtryggur Þorsteinsson,
2. —*— Hafnarfjarðar, formaður Ólafur Þ. Kristjánsson,
3. ----Isafjarðar, formaður Guðm. G. Ivristjánsson,
4. —— Neskaupstaðar, formaður Jón Baldursson,
5. ----Reykjavíkur, formaður G,uðm. I. Guðmundsson,
6. —— Seyðisfjarðar, formaður Emil Jónasson,
7. ---- Siglufjarðar, formaður Hannes Jónasson,
8. ---- Vestmannaeyja, formaður Ástþór Matthíasson,
B. Utan kaupstaða:
9. Sjúkrasamlag Akraness, formaður Þórhallur Sæmundsson,
10. ---- Eyrarbakka, formaður Ólafur Bjarnason,
11. ---- Fljótshlíðarhrepps, formaður Sveinbjörn Högnason,
12. ----Hraungerðishrepps, formaður Ingólfur Þorsteinsson,
13. ---- Hvolhrepjjs, formaður Björn Björnsson,
14. ---- Kjalarneshrepps, formaður Jón Valfells,
15. —.— Vjllingaholltshrepps, formaður Einar Gislason,