Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 83
Tj-yggingarstofnunin fær frá flestum samlögunun;, en 1939 eru ársreikn-
ingarnir hins vegar sundurliðaðir á sama hátt, og er því fullkomið sam-
ræmi það ár.
Um einstaka útgjaldaliði skal þetta tekið fram:
Læknishjálp.
Alþýðutryggingarlögin 1936 skuldbundu samiögin aðeins til þess
að greiða % læknishjálpar hjá samlagslæknum og var svo út árið 1937,
en þá var lögunum breytt þannig, að framvegis skyldu- sainlögin greiða
almennn læknishjálp hjá samlag'slæknum að fullu, en heimilt var að
takmarka greiðslur til sérfræðinga eða fella þær niður með öllu.
Flest samlögin, nema Reykjavíkur og Hafnarfjarðar greiddu þó
almenna læknishjálp að fullu og hefir jiví engin breyting átt sér stað
að þessu leyti hjá þeim. í Reykjavík og Hafnarfirði máttu læknar híns-
vegar krefja um hið svonefnda „fjórðungsgjald“ og' mun það a. m. k.
í Reykjavík hafa verið gert að talsverðu leyti. S. R. hefir hinsvegar
ávallt, eins og síðar skal nánar á drepið, greitt sérfræðingum að %.
Samningar sainlaganna við lækna eru með ýmsu móti. I'lest hin
stærri samlög' greiða heimilislæknastörf með föstu árlegu gjaldi fyrir
hvern meðlim, sem notið hefir réttinda, en auk þess er víðast greitt sér-
staklega fyi'ir ákveðin læknisverk eftir taxta; einstaka samlag hefir þó
svo að segja engar aukagreiðslur lil samlagslækna (Sjúkrasamlag ísa-
fjarðar, Sjiikrasamlag' Siglufjarðar og Sjúkrasamlag Vestmannaeyja).
Sum samlögin, einkum þau minnstu, greiða hinsvegar alla læknishjálp
samkvæmt taxta, og er þá miðað við héraðslæknataxta að frádregnum
ákveðnum hundraðshluta (15—25%).
Greiðslur til sérfræðinga eru að sjálfsögðu langmestar lijá Sjúkra-
samlagi Reykjavikur, þar sem flestallir sérfræðingarnir starfa. Eru
það fyrst og fremst háls- nef- eyrna- og augnlæknar, sem samlagið
hefir fasta samninga við, en auk j)ess geta samlagslæknar Sjúkrasam-
lags Reykjavikur vísað sjúklingum sínum til annara sérfræðinga eftir
ákveðnum reglum. Flest samlögin utan Reykjavíkur hafa einnig fasta
samninga við háls-, nef-, eyrna- og augnalækna í Reykjavík, og flest
þeirra hafa greitt meira og minna til annara sérlækna í Reykjavík, eins
og sézt af skýrslunum hls. 12. Auk þess hafa öll samlögin orðið að
greiða nokkra læknishjálp fyrir sjúklinga, sem veikst hafa utan sam-
lagssvæðis.
Samlögin greiða þannig allmikla læknishjálp fram yfir það, sem
þeim ber lagaleg' skylda til.
Alls hefir lækniskostnaður samlaganna numið 1936 kr. 44 881,82,
1937 kr. 503 204,93, 1938 ca kr. 507 629,00 (vantar sundurliðun á læknis-
hjálp og lyfjum hjá einu sveitasamlagi) og 1939 kr. 554 986,88.
1937 er þetta 26,31% af öllum útgjöldum samlaganna; 1938 26,61%
og 1939 27,02%.