Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 95
77
Dagpeningar.
Samkvæint lögunum, eins og þau voru samþykkt í upphafi, var
öllum samlögunum skyll að tryggja meðlimum sinum dagpeninga, en
með lögunum frá 1937 var sú skylda afnumin, en samlögin gátu valið
á milli þess að hafa dagpeningatryggingu sem skyldutryggingu eða
frjálsa tryggingu. Aðeins þrjú samlög; Sjúkrasaml. ísafjarðar, Seyðis-
fjarðar og Siglufjarðar, hafa haldið dagpeningatryggingunni sem
skyldulryggingu, en þátttaka í frjálsu tryggingunni hefir orðið lífil
sem eng'in.
Samtals hafa samlögin greitt í dagpeninga sein hér segir:
1936 kr. 5 306,75, 1937 'kr. 40 534,62, 1938 kr. 31 023,70 og 1939
kr. 8 583,25.
Ymislegur sjúkrakostnaður
annar en sá, sem að framan hefir verið talinn, eru t. d. ljóslækningar,
röntgenmyndir, o. þ. h., ennfremur styrkur til heilsuverndarstöðva,
berklavarnastarfsemi o. s. frv. Alls hefir þessi kostnaður numið árið
1938 kr. 21716,01 og 1939 kr. 40 730,59.
fíeksturskostnaður.
Reksturskostnaður, þ. e. skrifstofu- og stjórnarkostnaður sam-
laganna, hefir numið alls árið 1936 kr. 91 761,03, 1937 kr. 223 259,68,
1938 kr. 249 458,88 og 1939 kr. 260 575,99.
Er það 12,16% af öllum kostnaði árið 1937, 12,99% 1938 og
12,69% 1939.
Eftirfarandi tafla sýnir hve mikill reksturskoslnaðurinn hefir
orðið hjá hinum einstöku samlögum í kr. á hvern samlagsmann og hve
mikill hundraðshluti af öllum útgjöldum samlagsins hann hefir orðið.
Er hér, eins og áður, miðað við hin heilu starfsár.
Tafla 25.
1937 1938 1939
kr. % kr. % kr. %
Sjúkrasamlag Akraness >> >5 55 4,22 9,43
Akureyrar 4,00 6,73 4,45 8,1 1 4,76 8,98
Fljótshliðarhrepps >> ,, 0,11 1,76 0,03 0,26
Hafnarfjarðar .... 4,87 8,60 5,17 9,03 5,55 9,06
ísafjarðar 4,11 7,00 5,31 8,89 5,11 9,29
NeskaupstaSur 7,49 18,69 8,20 16,20 8,00 17,09
Reykjavikur 9,19 14,35 10,24 14,72 9,53 13,90
SeyðisfjarSar 5,79 14,27 6,84 10,11 7,62 14,31
Siglufjarðar 4,20 6,71 4,63 9,45 5,14 10,59
Yestmannaeyja ... 4,52 7,38 4,63 9,58 5,06 10,43
Meðaltal fyrir <>11 samlögin 7,51 12,16 8,26 12,99 7,92 12,69
Sjúkrakostnaðinum má einnig' skipta eftir því hvort uni er að
ræða sjúkrahjálp, sem skylt er að veita samkvæmt lögunum eða ekki.