Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Síða 119
117
Skal farið nokkrum orðum um mænusóttarsjúklingana sérstaklega.
Lamanirnar skiptust þannig:
Lamaðir á upplini ....................... 18 sjúklingar
- ganglim ...................... 21 —
- upplim -f- ganglim ........... 22 -—
— - báðum ganglimum .............. 13 —
Aðrar lamanir að auki (hryggvöðvar o. fl.) 12 —
Auk þessara 74 sjúklinga báru 3 sjúklingar aðrir verulegar menjar
fftir mænusótt, þótt eigi væru þær taldar aðalorsök örorkunnar. 3 af
þessum sjúklingum voru andlega miður sín á allháu stigi, 4 höfðu melt-
ingartruflanir, 2 asthrna, og 2 höfðu misst ganglim.
Tíðastir sjúkdómar hinna 156 sjúklinganna voru þessir:
Afleiðingar heilabólgu ..................... 48 sjúklingar
Sclerosis disseminata ....................... 38 -—
Paralysis agitans ........................... 14 —
Afleiðingar höfuðmeiðsla .................... 13 -—
Þeir, sem nú eru ótaldir, 43 alls, höfðu ýnrsa taugasjúkdóma, svo sem:
Syringomyelia, tumor cerebri, tumor medullae, lues cerebrospinalis,
ehorea minor, hydrocephalus o. fl. o. fl.
Þess má geta, að nokkurn veginn víst er, að 2 sjúklingar höfðu fengið
heilabólgu eftir kúabólusetningu. Urðu báðir fábjánar.
Sjúkdómseinkenni þessara sjúklinga voru mjög breytileg og sundur-
leit, eins og við er að búast, þar sem um svo marga ólíka sjúkdóma
er að ræða.
Einkennin, sem ollu örorku þessara 156 sjiiklinga voru í meginatrið-
urn þessi, stundum tvinnuð saman:
Paralysis og bæklun útlims eða útlima .... 46 sjúklingar
Paresis með ataxia og/eða trenror ........ 84 -—
Andleg hrörnun ........................... 24 —
Bilun skynfæra ........................... 17 —
Krampaköst ................................ 7 —
Af þessum sjúklingum höfðu 14 of háan blóðþrýsting.
Auk þessara sjúklinga höfðu 11 aðrir einkenni um vefrænan tauga-
sjúkdóm, þótt ekki væri það talin aðalorsök örorkunnar.
12. Liðagigt (útlimir).
Liðagigt var talin höfuðorsök örorku 132 sjúklinga. Af þeim voru 41
karl, en 91 kona. í þessum flokki ættu heima 16 sjúklingar, sem voru
öryrkjar vegna kölkunar í hrygg (spondylarthrosis deformans), en þeir
eru taldir með sjúklingum í næsta kafla, þar sem sjúkdómar í hrygg eru
ræddir sérstaklega.