Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 19
17
IV. KAFLI
Sjúkratryggingar.
A. Almenn ákvæði.
41. gr. í hverjum kaupstað og hverjum hreppi skal vera sjúkrasamlag til þess að
annast sjúkratryggingar.
Ráðherra getur ákveðið, að fengnum tillögum tryggingaráðs og með samþykki
hutaðeigandi sjúkrasamlagsstjórna, að eitt og sama sjúkrasamlag annist sjúkratrygg-
ingarnar í fleiri hreppum innan sömu sýslu, eða í kaupstað og nærliggjandi hreppum.
Einnig má láta liluta sveitarfélags fylgja sjúkrasamlagi nágrannasveitarfélags.
Nú samþykkja a. m. k. s/3 hlutar sjúkrasamlagsstjórna í sama lögsagnarumdæmi
að sameinast í eitt sjúkrasamlag, og getur þá ráðherra, að fengnum tillögum trygg-
ingaráðs, ákveðið sameiningu allra samlaga umdæmisins.
Samþykktir sjúkrasamlaga skulu staðfestar af ráðherra, að fengnum tillögum Trygg-
ingastofnunarinnar.
42. gr. Ráðherra skipar formann og varaformann stjórnar sjúkrasamlags, að
fengnum tillögum tryggingaráðs, en sveitarstjórn kýs til viðbótar tvo eða fjóra menn
í stjórnina og jafnmarga til vara, eftir því sem sveitarstjórn ákveður.
Standi fleiri en eitt sveitarfélag að sjúkrasamlagi, skulu þau hvert um sig kjósa
einn mann í stjórnina, en verði tala stjórnarnefndarmanna þá jöfn, skal sveitarfélag
það, sem flesta hefur tryggingarskylda meðlimi, kjósa tvo menn. Nú sameinast öll
sjúkrasamlög í lögsagnarumdæmi í eitt sjúkrasamlag, sbr. 3. málsgr. 41. gr., og skal
þá sýslunefnd kjósa 4 menn í stjórn samlagsins.
Kjörtímabil allra stjórnarnefndarmanna skal vera fjögur ár, og skulu þeir skipaðir
og kosnir þegar að loknum almennum sveitarstjórnarkosningum.
Tryggingastofnun ríkisins ákveður þóknun stjórnenda, er greiðist úr samlagssjóði.
43. gr. í liverju sýslufélagi skal vera héraðssamlag. Ráðherra getur þó ákveðið,
að héraðssamlag nái til fleiri sýslufélaga. Öll sjúkrasamlög á svæði héraðssamlags skulu
eiga hlut að því samkvæmt ákvæðum þeim, sem hér fara á eftir. Fleimilt er sjúkra-
samlagi kaupstaðar að gerast aðili að héraðssamlagi því, sem svæði á næst kaupstaðn-
um, enda sé ósk um það sett fram með þriggja mánaða fyrirvara, miðað við áramót.
Ekki skal þó vera héraðssamlag í sýslu, ef öll sjúkrasamlög í sýslunni hafa sam-
einazt í eitt sjúkrasamlag, sbr. 3. málsgr. 41. gr.
Samþykktir héraðssamlags skulu staðfestar af ráðherra, að fengnum tillögum
Tryggingastofnunar ríkisins, sem lætur gera fyrirmynd að slíkum samþykktum.
44. gr. Formaður héraðssamlags er sýslumaður hlutaðeigandi sýslufélags, eða —
séu fleiri valdsmenn á svæðinu — sá þeirra, sem félagsmálaráðherra til þess skipar.
Sýslunefnd kýs til viðbótar tvo menn í stjórnina. Nái héraðssamlag til meira en
eins sýslufélags, kýs hver sýslunefnd eða bæjarstjórn einn mann í stjórnina.
Tryggingastofnunin ákveður þóknun stjórnarinnar.
45. gr. Hlutverk héraðssamlaga er:
a. Að tryggja samlagsmönnum sjúkrasamlaganna í umdæminu sjúkrahúsvist sam-
kvæmt ákvæðum a-liðs 1. málsgr. 49. gr. að undanteknum fyrstu 30 dögum sjúkra-
húsvistar hvers samlagsmanns á hverjum 12 mánuðum.
b. Að sjá um greiðslu sjúkradagpeninga eftir úrskurðum samlagsstjórna.
c. Að annast endurskoðun og úrskurðun á reikningum sjúkrasamlaganna, gera
2