Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Page 21
19
b. Almenn læknishjálp utan sjúkrahúsa hjá samlagslækni sjúklings eða öðrum
lækni, ef slíkar vitjanir eru heimilaðar í samþykktum samlagsins. Samlagsmenn
greiða þó 10 kr. fyrir hvert viðtal á lækningastofu og 25 kr. fyrir hverja vitjun.
Sjúkrasamlag hefur heimild til að ákveða, að sjúklingur greiði læknisreikninga
að fullu, og endurgreiðir samlag þá sjúklingi sinn hluta. Utanhéraðssjúklingar
skulu jafnan greiða lækni að fullu.
c. Nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir, eftir tilvísun samlagslæknis, hjá sérfræð-
ingum að 3/ hlutum. Sjúkrasamlagsstjórn getur takmarkað heimild samlags-
lækna til tilvísana samkvæmt þessum lið.
d. Lyf, sem samlagsmanni er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri, að fullu og önn-
ur nauðsynleg lyf að s/ eða i/, enda séu lyfin á lyfjaskrá, sem Tryggingastofn-
unin lætur gera og staðfest skal af heilbrigðisstjórninni. Heimilt er i skrá þess-
ari að takmarka greiðslu ákveðinna lylja við tiltekið hámark.
e. Röntgenmyndir og röntgenskoðun að 3/ samkvæmt gjaldskrá, er heilbrigðis-
stjórnin setur.
f. Sjúkradagpeninga samkvæmt 50. gr.
g. Dvöl umfram 9 daga vegna fæðingar í sjúkrahúsi eða fæðingarstofnun.
Ef farsóttir ganga, svo sem mislingar, inflúenza, skarlatssótt o. fl., fellur niður
greiðsla dagpeninga vegna slíkra sjúkdóma, ef faraldurinn er yfirgripsmikill, nema
tryggingaráð heimili greiðsluna hverju sinni. Sjúkrasamlög greiða ekki sjúkrakostn-
að, sem skylt er að greiða samkvæmt sóttvarnarlögum eða öðrum sérstökum lögum.
I samþykktum samlaga er heimilt að ákveða víðtækari hjálp vegna veikinda, svo
og greiðslu fyrir tannlækningar. Sjúkradagpeningar mega þó eigi hærri vera en
slysadagpeningar samkvæmt 35. gi'.
50. gr. Sjúkrasamlögin greiða sjúkradagpeninga, ef samlagsmaður, sem er 16 ára
eða eldri og ekki nýtur elli- eða örorkulífeyris, verður algerlega óvinnufær, enda leggi
hann niður vinnu og kaup hans eða aðrar vinnutekjur falli niður.
Sjúkradagpeningar eru ekki greiddir lengur en 52 vikur samtals á hverjum 24
mánuðum. Þó er samlagsstjórn heimilt að ákveða, að dagpeningar skuli greiddir leng-
ur, ef lækningatilraunum er ekki lokið og óvíst er, hvort um varanlega örorku er
að ræða.
Launþegar og einyrkjar njóta sjúkradagpeninga frá og með 11. veikindadegi, ef
þeir eru óvinnufærir a. m. k. 14 daga, en atvinnurekendur frá og með sjöttu sjúkra-
viku. Atvinnurekandi telst í þessu sambandi hver sá, sem kaupir svo mikla vinnu,
að honum beri að greiða gjald samkvæmt 28. gr. af meiru en 52 vikum. Upphaf
biðtímans miðast við þann dag, þegar læknis er fyrst vitjað eða sjúklingurinn flutt-
ur í sjúkrahús.
Sjúkradagpeningar skulu ekki vera lægri en kr. 68.00 á dag fyrir kvæntan mann
eða gifta konu, sem er aðalfyrirvinna heimilis, kr. 60.00 fyrir aðra og kr. 8.00 fyrir
hvert barn á framfæri, allt að þrem, þar með talin börn utan heimilis, sem um-
sækjandi sannanlega greiðir með samkvæmt meðlagsúrskurði eða skilnaðarleyfisbréfi.
Um liámark sjúkradagpeninga sjá 49. gr., síðustu málsgr.
Sjúkradagpeningar mega þó ekki vera hærri en sem nemur 3/ þeirra vinnutekna,
sem hlutaðeigandi hefur misst vegna veikindanna. Skal í þessu sambandi að jafn-
aði höfð hliðsjón af tekjum hans síðustu tvo mánuðina, áður en veikindin hófust.
Tekjur húsmóður vegna fullrar vinnu á heimili skulu í þessu sambandi metnar jafn-
ar lífeyrisupphæð samkvæmt 13. gr.
Nú dvelst sá, sem dagpeninga nýtur, í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað sjúkrasam-