Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
53
þegar við höfum fengið karlmann í
húsið.“
Það varð þögn eitt andartak, svo
stóð hann upp og mælti: „Nú ætla ég
að vita, hvort allt er í lagi,“ svo hökti
hann út úr stofunni, stoltur á svip.
Þetta litla atvik hafði svo djúp áhrif
á mig, að ég gat varla um annað hugs-
að næstu viku. Hvers vegna hafði mér
ekki dottið í hug að svara drengnum
með svo ríkum og hlýjum skilningi
sem frú Mc Intosh? Var ég svo hjarta-
köld, að ég gat ekki sett mig inn í
kjör annarra? Mér var það að minnsta
kosti ljóst, að þetta var ekki í fyrsta
skipti, sem ég með vissum hætti hafði
svikið menn, sem þörfnuðust hjálpar
og uppörfunar og ég tók þann fasta
ásetning að reyna að láta það ekki
koma fyrir aftur. Hvernig hafði frú
Mc Intosh farið að því að breyta
vesalings vansköpuðum dreng í djarf-
an karlmann, og það aðeins með einni
setningu? Hvað var það, sem gaf henni
vizku til að breyta svo rétt? Var henni
þetta ósjálfrátt eða sjálfrátt? Var það
af góðvild, samúð eða háttvísi? — eða
var það kannski allt þetta? Mér kom
í hug líking, sem sóknarpresturinn
okkar notaði einhverju sinni, þegar
hann var að tala um kærlekann til ná-
ungans. Hann nefndi hann „vizku
hjartans“.
Þegar ég leit til baka um mína eig-
in ævileið, minntist ég þess hversu oft
ég hafði notið góðs af þessari „vizku
hjartans" frá samferðamönnum mín-
um. Þar stóð móðir mín fremst í
flokki. Hún hafði við óteljandi tæki-
færi hjálpað mér á meðan ég var ung
og viðkvæm. Hún hafði alltaf lag á
því að gefa mér sjálfstraust og sjálfs-
virðingu. Það voru dýrmætar gjafir.
Þegar ég var sjö ára gömul, minnist
ég þess, að hún átti mjög annríkt við
að taka á móti nokkrum vinkonum sín-
um í fínt teboð, og ég minnist þess,
að mig langaði til að hjálpa henni. Ég
tíndi því nokkra túnfífla og bjó til úr
þeim laglegan vönd, sem ég afhenti
lienni. Flestar mæður myndu hafa af-
þakkað slíka gjöf, kannski liefðu þær
stungið þessu illgresi í flösku og kom-
ið henni svo fyrir í eldhúsglugganum?
En móðir mín kom þeim fyrir í falleg-
um blómavasa, sem hún setti á slag-
hörpuna mitt á milli tveggja fag-
urra ljósastika. Og hún afsakaði þenn-
an „barnaskap“ ekkert við vinkonur
sínar. Enn þann dag í dag er það svo
að ég sé aldrei svo blómvönd á gesta-
borði, að ég minnist ekki með gleði og
stolti fíflanna minna, sem mamma
setti í heiðurssæti við hátíðlegt tæki-
færi í stað hinna göfugu rósa.
„Vizka hjartans“ er fyrst og fremst
fólgin í djúpum skilningi á tilfinning-
um og viðhorfum annarra manna.
Bróðir minn varð einna fyrstur til að
kenna mér þetta, og það gerðist kvöld-
ið þegar hann varð átján ára. Þá varð
hann til þess að breyta ungri og óásjá-
legri stúlku, sem alltaf sat hjá í öllum
dönsum í elskulega blómarós. Hún var
feimin og ólagleg menntaskólatelpa,
sem reyndi að láta sem minnst á sér
bera úti í einu horni danssalarins, til
þess að enginn skyldi taka eftir því að
hún sat alltaf eftir. En þegar bróðir
minn veitti þessu athygli, komst hann
svo við af umkomuleysi hennar og ör-
væntingu, að hann gekk rakleitt til
hennar og bauð henni upp. En þá gerð-