Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 11

Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI 55 lijálpa, ef við aðeins komum auga á þau. Einhverju sinni er ég gekk á sölu- torgið ásamt vinkonu rninni til að kaupa í matinn, komum við auga á átta ára gamlan dreng, sem var að hjálpa föður sínum við að selja græn- meti úr vagni. Hann hafði selt frú einni blómkálshöfuð og beið nú stolt- ur eftir því að hún greiddi sér and- virðið, en í stað þess að greiða honum, fékk hún föður hans peningana. Bros litla drengsins hvarf, og hann varð hryggur á svip og vonsvikinn. En vin- konu minni varð þegar 1 jóst, að það varð að gera eitthvað, og það sem fyrst til að gefa honum aftur sjálfstraust sitt og sjálfsvirðingu. Hún gekk því rakleitt til hans, valdi sér nokkra tómata, sem hann lét í bréfpoka. Hún hefði auðveldlega getað greitt honum þessa tómata í smápeningum, en af ásettu ráði fékk hún honum seðil. Hann stóð hugsandi og brúnaþungur nokkur andartök og reiknaði í hugan- urn. Svo birti allt í einu yfir honurn, og hann greiddi lienni aftnr það, sem henni bar. „Ég þakka fyrir,“ sagði hún. „Þetta var nú fínt. Ekki hefði ég verið svona fljót að reikna í huganum." „O, þetta var nú ekki svo erfitt/' sagði hann og leit um leið til föður síns. En þetta var honum einnig mikil- væg viðurkenning. Við brostum öll fjögur. Þetta var óvenjulega hlý og kærleiksrík tillitssemi. „Sá, sem býr yfir „vizku hjartans" finnur alltaf einhver ráð til að efla sjálfsvirðingu meðbræðra sinna og systra,“ sagði gamli sóknarpresturinn okkar. „Þegar þér komið heim frá vinnnnni og eitthvert barnið yðar kemur þjótandi á móti yður og hróp- ar: „Pabbi, veiztu hvað kom fyrir á götunni í dag?“ — Já, hvað gerir þú þá? Þér takið ekki þá gleði frá barn- inu yðar að lofa því að segja fréttirn- ar — það er að segja, ef þér eigið hið rétta hugarfar. Fréttin frá munni barnsins yðar verður eins og ný fyrir yður. En ef þér segið: „O, sussu, sussu, það er langt síðan ég frétti þetta.“ Ef þér segið þetta, hugsið þér um sjálfan yður, en ekki barnið yðar.“ Heimurinn er fullur af kærleika. Og jafnvel þótt þessi kærleiki sé oft eins og ósjálfráð eðlishvöt, býr hann þó yfir þeirri þörf að slíta af sér allar hömlur og þjóna sínu göfuga eðli. Og við getum öll lært að ljúka upp fyrir honum öllurn fangelsisdyrum, ef við kunnum alltaf að segja rétt orð á rétt- um tíma og réttum stað. Þýtt H. J. M. Eitt kvöld tókst frú Thomas Edison að fá hinn fræga mann sinn til að fara með sér í samkvæmi, og þrátt fyrir kröftug mótmæli, tókst henni einnig að telja hann á að fara í „kjól og hvítt“. Það var mjög heitt í veðri þetta kvöld, en samkvæmið afar leiðinlegt, og það leið ekki á löngu þar til Edison missti alla þolinmæði. „Eg fer heim!“. sagði hann örvæntingar- fullur við konu sina. En í stað þess að fara heim, ók hann beint til tilraunastofu sinnar. Þar afklæddist hann í flýti skrúða sínum, en klæddist léttum vinnufatnaði. Og til þess að vera nú alveg viss um, að samkvæmisklæðin yrðu honum aldrei til kvalar framar, fékk hann sér hamar og nagla og rígnegldi kjól- fötin á stofuvegginn. Og þar héngu þau lengi án þess að vera nokkru sinni notuð.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.