Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 13
HEIMILI OG SKÓLI
57
Hefur þetta tekizt sæmilega undan-
farna vetur, enda hafa veturnir verið
fremur mildir og snjóléttir. Yfirleitt
eru skólabílarnir mjög dýrir í rekstri.
í Norðurlandi eru 8 heimavistar-
barnaskólar. Tveir nýlega byggðir, að
Húsabakka í Svarfaðardal og Skúla-
garði í Kelduhverfi og þriðji skólinn
aðeins nokkurra ára gamall við Steins-
staðalaug í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði. Hinir 5 eru byggðir fyrir tveim-
ur til þremur áratugum, og er nú
brýn nauðsyn að stækka þá suma og
endurbyggja, en þeir eru: Sólgarðar
við Barðslaug í Fljótum, skólinn í Ár-
skógi á Árskógsströnd, að Skógum í
Fnjóskadal, Lundi í Axarfirði og við
Kópasker í Núpasveit.
Heimanakstursskólar eru í Arnar-
nes-skólahverfi að Hjalteyri og að
Laugalandi í Ongulsstaðahreppi. Eru
þetta hvort tveggja annarsdags skólar.
Auk þess er börnum ekið á kennslu-
stað í Hrafnagilshreppi og Saurbæjar-
hreppi og einnig að nokkru á Sval-
barðsströnd og í Grýtubakka-skóla-
hverfi að Grenivík.
Einn nýbyggður heimangönguskóli
er í þéttbýlinu við Grenjaðarstað, en
hann kemur ekki að fullum notum
fyrir alla sveitina, nema byggður verði
við hann bústaður fyrir kennara, og
heimavist fyrir nokkur börn, sem
heima eiga fjarri skólanum.
Undanfarinn áratug hefur mikið
verið byggt af skólahúsum í kaupstöð-
um og kauptúnum í Norðurlandi og á
tveimur stöðum, Dalvík og Siglufirði,
liafa skólahúsin verið endurbyggð og
mikið stækkuð, svo að nú eru þau sem
ný hús. — í sumar er verið að ljúka
við mikla skólabyggingu á Húsavík og
Stefán Jónsson, námsstjóri.
fyrir tveimur árum var lokið við nýja
skólabyggingu í Höfðakaupstað
(Skagaströnd). — Á Aknreyri er í
byggingu rnikil og vönduð skólabygg-
ing á Oddeyri, og hefur nokkur hluti
þein'ar byggingar verið tekinn í
notkun. — iÞá er verið að byggja við
skólann í Glerárhverfi á Akureyri.
Á Hvammstanga er nýr skóli í bygg-
ingu. Verður skólahúsið væntanlega
fokhelt í haust. — Á Raufarhöfn er
skólahúsið orðið allt of lítið 02: verður
o
þar að líkindum reist nýtt skólahús,
en það gamla ekki stækkað.
Á Blönduósi, Sauðárkróki, Hofsósi
og Ólafsfirði eru nýleg og vönduð