Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 17
HEIMILI OG SKÓLI
61
Frá Ríkisútgáfu námsbóka
Viðtal viS forstjórann, Jón Emil GuSjónsson
Ríkisútgáfa námsbóka er svo ná-
tengd skólunum og starfi þeirra, að
kennarar liafa jafnan beðið þess með
nokkurri forvitni á hverju hausti, að
fá að vita, hvort ekki væri von á ein-
hverju nýju — og betra.
Ritstjóri Heimilis og skóla leitaði
því frétta hjá framkvæmdastjóranum
fyrir skömmu og spurði hann hinnar
venjulegu spurningar, sem kennarar
hafa borið upp á hverju hausti um
áraraðir:
— Hvað er svo nýtt á döfinni?
— Eg myndi segja, að það væri nú
ýmislegt og kannski með meira móti,
sagði forstjórinn.
— Þá langaði mig fyrst til að vita
hvers er að vænta af bókum í móð-
urmálinu.
— Já, það er þá bezt að byrja á byrj-
uninni. Eins og þú veizt, hefur annað
liefti gömlu útgáfunnar af Gagni og
gamni, eftir þá Helga Elíasson og ísak
Jónsson, verið í endurskoðun, og verð-
ur því breytt í tvö liefti. Fyrra heftið,
sem kallast áfram annað hefti, kom út
litprentað sl. ár. Að verulegu leyti er
|)ar um nýja bók að ræða, þótt bókar-
heitið sé að sjálfsögðu óbreytt. Síðasta
heftið vona ég, að geti komið út eftir
eitt eða tvö ár.
Kennslubók i stafsetningu eftir þá
Gunnar Guðmundsson og Árna Þórð-
arson verður breytt í tvö hefti. Fyrra
heftið — fyrir barnaskólana — kom út
sl. ár undir heitinu Stafsetning. Barna-
skólarilir geta því nú valið um tvær
bækur: Þessa nýju bók og Stafsetning
og stílagerð. Seinna hefti stafsetning-
arbókarinnar fyrir framhaldsskóla —
mun að forfallalausu koma út næsta
ár.
Þá hefur útgáfuréttur verið keyptur
að Málfneði Björns Guðfinnssonar og
bókin gefin út endurskoðuð af Eiríki
Hreini Finnbogasyni.
Árið 1957 var gefin út Stafsetning-
arorðabók með beygingardœmum eftir
Árna Þórðarson og Gunnar Guð-
mundsson. Næsta ár var bókin endur-
prentuð. Nú hefur verið ákveðið, að
allir barnaskólar geti fengið til eignar
ókeypis eintök, sem svarar nemenda-
tölu í 10 og 11 ára aldursflokkum,
enda sendi þeir um það skriflega pönt-
un. Unglingaskólar geta fengið á sama
hátt ókeypis eintök af bókinni, ef þeir
óska. Með þessum hætti gefst skólun-
um kostur á að hafa bókina tiltæka
fyrir nemendur í hverri kennslustofu
og nota hana daglega, eftir því sem til-
efni gefst. Víðtæk re'ynsla ætti þannig
að fást um notkun hennar. Eftir því
sem ég veit bezt, er þetta stœrsta átak-
ið, sem útgáfan hefur nokkru sinni
gert í einu, varðandi ákveðna kennslu-
grein. Mun þetta átak kosta útgáfuna
um 200 þúsund krónur.
Þá má og geta þess, að gefinn verð-
ur út Byrjandinn, en það eru 30 æf-