Heimili og skóli - 01.08.1960, Qupperneq 18

Heimili og skóli - 01.08.1960, Qupperneq 18
62 HEIMILI OG SKÓLI ingaspjöld fyrir byrjendur í lestri eftir Jón Júlíus Þorsteinsson kennara á Ak- ureyri. Þá er í undirbúningi að taka saman nýja málfrœði handa barnaskólum, og munu þeir Jónas B. Jónsson og Árni Þórðarson annast það. Þar verður án efa að verulegu leyti byggt á þeirri málfræði, sem nú er í notkun. En þessi nýja málfræði verður miklu styttri. Hugsanlegt er, að þessi bók komi út á næsta ári. Ný skólaljóð eru einnig í undirbún- ingi. Ljóðaval annast Kristján J. Gunnarsson. Hann ritar einnig ævi- ágrip skáldanna og ljóðaskýringar. Rætt hefur verið um að vanda þessa útgáfu sérstaklega, — myndskreyta hana og ef til vill hafa bókina í bandi. Skólaljóð ættu vissulega að vera ein þeirra bóka, sem nemendur hefðu ánægju af að eiga lengur en á meðan þeir sitja á skólabekk. Áætlað er, að þessar tvær bækur komi út fyrir lok næsta árs. Þá hefur útgáfan nýlega keypt hand- rit að íslenzkri bókmenntasögu, sem ncer yfir tímabilið 1150—1950. Er hún eftir Erlend Jónsson, kennara við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Bók þessi mun sennilega koma út næsta haust. 'Þótt hér verði um framhalds- skólabók að ræða, vona ég að bama- skólum þyki fengur að fá hana og geti notað hana að einhverju leyti sem handbók. — Er pað rétt, að von sé á nýrri Is- landssögu? — Já, það er nú á döfinni. Árið 1958 var gefin út „íslandssaga 1874— 1944“ eftir Þorstein M. Jónsson. Hún er einkum ætluð 13 ára nemendum og er fyrsta íslandssagan, sem gefin hefur verið út um þetta tímabil, fyrir nem- endur á þessu skeiði. Þá hefur útgáfan nýlega gert samn- ing við Þórleif Bjarnason um að semja íslandssögu, er nái yfir tímabilið frá upphafi íslandsbyggðar og að minnsta kosti til 1944. Að forfallalausu ætti fyrsta heftið að koma út eftir 2—3 ár. í sambandi við íslandssöguna vil ég geta þess, að þrír kennarar vinna nú að því að taka saman efni í hefti, er fyrst og fremst á að vera myndir úr sögu þjóðar okkar með örstuttum skýr- ingartextum. Þetta hefti er ekki hugs- að sem kennslubók, heldur sem eins konar hjálparbók við kennslu 8 og 9 ára barna. Hér er um nýjung að ræða, eða réttara sagt tilraun. Á þessu stigi málsins get ég ekki sagt, hvort þessi tilraun tekst. — Öllu þessu mun fagnað, en er von á nokkrum nýjum reikningsbók- um? — Ekki höfum við gleymt þeim með öllu, segir forstjórinn. — Á árunum 1957—58 gaf Ríkisútgáfan út þrjú hefti af ,Jzg get reiknað“, vinnu- og æfingabók fyrir byrjendur í reikningi eftir Jónas B. Jónsson. Nú hefur ver- ið leitað til sama höfundar um að taka saman fyrir útgáfuna kennslu- og æf- ingabók í reikningi fyrir 7, 8 og 9 ára böm. Sennilega verður bókin í þrem- ur heftum og áætla ég, að hið fyrsta komi út eigi síðar en í byrjun skóla- ársins 1961—62. Leitað hefur verið til annars manns um að semja kennslubók fyrir 10—11 og 12 ára börn. Um það hefur þó enn ekki verið tekin fullnað- arákvörðun. Þá kemur út í haust á vegum út-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.