Heimili og skóli - 01.08.1960, Page 22
66
HEIMILI OG SKÓLI
Hún clrakk hann. Þegar börnin konru
heim úr skólanum var hún háttuð.
„Mamma hefur höfuðverk," sagði hún.
„Reynið að finna einhvern mat lianda
ykkur sjálf.“
Og enn hugsaði ég: „Hefur þú
nokkurn tírna hugrekki til að segja frá
fortíð þinni á svipaðan hátt?“
Ég var einu sinni að því kominn að
gera jrað, en það var, er ég heimsótti
frægan lækni.
„Þér verðið að horfast í augu við
sannleikann,“ hafði hann sagt. „Þegar
þér hafið komið auga á, hvað yður ber
að gera og hvers vegna þér hafið konr-
izt í þessa aðstöðu, og hver er hin raun-
verulega orsök þess — þá fyrst hafið
þér von um að geta farið að njóta gleði
lífsins. Fæstir menn verða ofdrykkju-
rnenn, en hjá nokkrum er þörfin fyrir
áfengi orðin að sjúkdómi, og þér eruð
einn af þeim.“ Læknirinn gaf mér
meðmæli og kom mér í samband við
A A samtökin.
— Kata lauk máli sínu með orðum,
sem brenndu sig inn í hjarta mitt: „Ég
get þakkað guði og A A fyrir það, að
ég stend hér í kvöld.“ Að lokum var
farið með Faðir vorið. „Eigi leið þú
oss í freistni, heldur frelsa oss frá
illu.“ — Fundinum var lokið. Ég s;ekk
heim með neista af huggun í hjartanu.
Ég var alráðinn í að draga mig sjálfur
upp úr feninu.
Næstu þrjá mánuði fór ég á tvo eða
þrjá A A fundi í hverri viku. Þar hélt
enginn prédikun yfir mér, en allir
virtust ánægðir yfir að sjá mig á fund-
unum. Mér var farið að líða betur. í
stað þess að leggja leið mína inn í ein-
hverja knæpuna, þegar ég kom heim
frá skrifstofunni, flýtti ég mér nú
alltaf heim. Nú var mig farið að langa
til að taka aftur upp tómstundaiðju
mína, sem ég hafði stundað í mörg ár.
Ég fór að huga að veiðarfærum mín-
um, og konan mín var í sjöunda himni.
Einn morgun sagði litla dóttir mín
við mig: „Pabbi, veiztu að ég þakka
guði á hverju kvöldi, en ég ætla líka
að þakka þér, að þú ert nú aftur orð-
inn frískur.“
En nú hætti ég að koma á fundi í
A A. Lar var alltaf eitthvað af fólki,
sem ekki gat haft sig upp úr eymd-
inni, en ég gat nú séð um mig sjálfur.
Þannig liðu nokkrar vikur og fjöl-
skylda mín var farin að treysta mér.
Dag nokkurn sagði konan mín, að hún
ætlaði að skreppa með börnin út í
sveit um helgina og heimsækja þar
vinafólk sitt. Af gömlum vana fór ég
allt í einu að hlakka til að fá að vera
einn í húsinu — horfa á sjónvarpið —
og drekka. En allt í einu kom mér í
hug: „En þú ferð þó ekki að drekka
nú. — Ég vil ekki byrja á því aftur.
Hvaða þvættingur er þetta?“
Þegar laugardagurinn nálgaðist,
varð mér það alltaf ljósara .og ljósara
að það var ekki svo auðvelt að rýma
burt hugsuninni um að fá sér nú glas.
Konan mín og börnin lögðu af stað
snemma á laugardagsmorgun. En um
kvöldið gekk ég út og keypti tvær
flöskur af visky. Aðeins fyrsta staup-
ið bragðaðist eins og við mátti búast.
Þegar ég hélt áfram að drekka, bölv-
aði ég sjálfum mér. Ég hrópaði: „Ó,
guð minn, get ég nokkurn tíma hætt
aftur að drekka?"
Daginn eftir — á sunnudag — varð
ég að hringja í lækni og biðja hann