Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI
67
að gefa mér sprautu áður en fjölskylda
mín kæmi aftur heim.
Á mánudag fór ég á fund hjá A A.
Ég skalf allur og nötraði, og mér leið
hörmulega illa. Mér var það Ijóst, að
ég varð að skýra frá ósigri mínum, en
ég mátti ekki til þess hugsa að gera
það úr ræðustóli.
Ég stóð því upp og sagði aðeins: „Ég
drakk um helgina. Ég gat ekki annað.
Ég þakka ykkur fyrir að þið hafið ekki
lokað dyrum A A fyrir mér. Nú er
mér það fyllilega ljóst, að ég þarf á
hjálp að halda. Ég veit einnig, að það
er hægt að komast upp úr þessu dýki,
en því aðeins með því móti að snerta
ekki áfengi.“
Næstu mánuði naut ég þess með
óblandinni gleði að vera ódrukkinn.
Ég sótti reglulega fundi í A A, en ég
lék ekki fyllilega heiðarlegt hlutverk
þarna á meðal þessara úrvalsmanna í
A A. Ég hugsaði sem sé alltaf til þess,
að geta einhvern tíma gert það, sem
enginn annar ofdrykkjumaður hefur
getað: Að drekka i hófi á ný.
En næsta kvöld varð ég sem þrumu
lostinn, er formaðurinn stóð upp og
mælti: „Mig langar tif að tilnefna
hinn nýja féfaga okkar Róbert, til að
vera formann næsta mánuð.“ Hann
átti við mig. Hvernig í ósköpunum
átti ég að geta valdið því hlutverki?
Næstu viku notaði ég hvert einasta
kvöld til að lesa alls konar bækur um
þessi mál, og þar á meðal blaðið okkar
í A A, til þess að búa mig undir þetta
hlutverk. Ég lærði utan bókar „Hina
tólf áfanga til bindindis." En þunga-
miðjan í þessum grundvallarreglum er
sú, að við viðurkennum varnarleysi
okkar gagnvart áfenginu, en að vald,
senr stendur okkur ofar, getur gefið
okkur kraftinn til þess að verða heil-
brigðir aftur, ef við leggjum lrönd
okkar í guðs hönd.
— Fyrsta kvöldið er ég átti að
stjórna fundi, stóð ég við dyrnar og
lieilsaði öllum með handabandi. Kona
mín stóð við hlið rnína glöð og ham-
ingjusöm. Ég heilsaði málfærslumann-
inum, vélfræðingnum, lækninum, hús-
mæðrunum, verzlunarfólkinu og svo
nokkrum nýjum félögum, sem voru
fölir og óstyrkir. Konurnar hituðu
kaffi og smurðu brauð frannni í eld-
húsinu. Húsið órnaði af glöðum hlátr-
um.
Ég hóf fundinn með hinni venjn-
legu A A bæn: „Guð gef þú mér þrek
til að bera það, sem ég ekki get breytt
og hugrekki til að breyta því, sem ég
get breytt, og kenn þú mér að gera
greinarmun á þessn tvennu.“ A meðan
ég las hina stuttu greinargerð um hug-
sjónir og grundvallarstefnu A A, sem
fundir okkar hefjast ætíð með, héldu
þessi orð áfram að hljóma hið innra
með mér: „Hugrekki til að breyta því,
sem ég get breytt.“ Og eins og í leift-
ursýn skynjaði ég sannleikann um mig
sjálfan: „Þú ert alltaf huglaus og dreg-
ur þig i hlé. — Þú ert ekki hér af fullri
alvöru. Þú ert hér ekki með öllu lijarta
þinu.“ Og nú varð mér Ijóst, hvernig
ég hafði logið að lækninum, sem hafði
viljað hjálpa mér, hvernig ég hafði
alltaf hikað við að viðurkenna sann-
leikann fyrir sjálfum mér, fjölskyldu
minni og vinum mínum. Ég liafði
alltaf tiltækar einhverjar afsakanir,
sem veittu mér aftur greiðan aðgang
að drykkjusiðum mínum. Ég hafði
aldrei verið nægilega auðmjúkur til að