Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 69 Oxin og gimsteinarnir Kafli úr skólaslitarœbu, lítið eitt breytt Það er enginn sérstakur vandi að leita þekkingar. Til þess þarf gáfur, dugnað og sterkan vilja. En það er mikill vandi að leita gleðinnar þar, sem hana er að finna. Fjöimargir týna hamingjunni í leit sinni að gleðinni, einkum þeir ungu, og finna hana kannski aldrei framar. Þess vegna er svo mikill vandi að lifa, einkum nú á dögum. Vandamálunum er líka alltaf að fjölga og þau eru að breytast með ári hverju. Það var ekki vandi að velja sér skemmtanir fyrir nokkrum áratugum, en nú er þetta að verða mikiil vandi, einkum í þéttbýl- inu. í mínu ungdæmi var fátæktin eitt- hvert mesta vandamál unglinganna, ekki sízt þeirra, sem þráðu skólagöngu og menntun. Nú mætti með nokkrum rétti segja, að of miklir peningar væru að verða eitt hið alvarlegasta vandamál margra unglinga, jafnvel barna. Það hefur verið taiið hættulegt að láta börn ganga með eggjárn í höndum. Fjöldi barna gengur nú með peninga í vösunum miklu meira en skyldi. Þá var það, að fyrir nokkrum árum var vandalítið að velja sér stöður, einfald- lega vegna þess, að um svo lítið var að velja. Flestir tóku upp störf foreldra sinna og þá var málið útkljáð. Nú er þetta orðið eitt af vandamálum unga fólksins, og margir eiga erfitt með að ákveða sig. Hringla úr einu í annað, og lenda svo kannski að lokum á „rangri hillu“. Fyrir nokkrum áratugum lifði þjóð- in við bókaskort og lestrarhungur. Nú flæða bækurnar yfir alla bakka og auk þess blöð og tímarit, svo að það má heita hreinasta tilviljun, hvað fólkið les. Við þetta bætist svo það, að við eigum nálega enga bókmenntagagn- rýnendur og, það sem einn segir gott segir annar lélegt. Það er ekki til nein bókmenntagagnrýni hér í landi, sem má treysta. Lélegar bækur eru orðnar ein af plágum þessarar aldar. Og því miður mun léttasta og lélegasta lestrarefnið oftast verða fyrir valinu, þegar fólk grípur sér bók í hönd. Það sýna skýrsl- ur bókasafnanna. Benda má svo á það, að dagblöðin og vikublöðin eru höfuð lestrarefni fjölda manna. Margir lesa þó aðeins blöð síns flokks. Þetta eitt — hvað þjóðin les — getur afmannað hana á skömmum tíma. Kannski var lífið áður fyrr of fá- breytt, of fá tækifæri til að þroskast alhliða? Nú lifa börn og unglingar stöðugt í því moldviðri alls konar áhrifa og atburða, að minnsta kosti í þéttbýlinu allan ársins liring, að þar hefur naumast nokkurt fræ tíma til að festa rætur, og getur þá verið undir hælinn lagt, hvort verður sterkara, líf- grösin eða illgresið, stundum jafnvel

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.