Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 28

Heimili og skóli - 01.08.1960, Síða 28
72 HEIMILI OG SKÓLI — Nú er einum áfanga lokið. Lífið er allt í áföngum og þó ein óslítandi heild. Ég óska ykkur til hamingju með þann næsta, hvort sem hann verður langur eða skammur. Já, árin ykkar hér í skólanum eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar gengið er um þetta hús sést hvergi rispa á vegg. Ekkert, sem minnir á hirðulaus börn og illa uppalin. Það er líka hamingja. Þetta segir sína sögu. Það er góð saga, og þið gangið pessa leið aðeins einu sinni. — í austurlenzku ævintýri segir frá kóngsdóttur einni, sem átti að ganga yfir akur og tína öx. Henni var heitið því, að hvert ax, sem hún týndi, skyldi verða gimsteinn. Hún lagði síðan af stað út á akurinn, en henni virtust öxin svo smá, að henni þótti ekki ómaksins vert að safna þeim saman og hélt því áfram í því trausti, að hún fyndi stærri öx. Þá myndu gimsteinar hennar auð- vitað verða stærri og fegurri. En lengra úti á akrinum voru öxin heldur ekki nógu stór og þannig hélt hún áfram lengra og lengra og vissi svo ekki fyrri til en hún var komin yfir akurinn. Þá vildi hún grípa nokkur öx í skyndi, en hún hafði misst sitt gullna tækifæri. — Það var orðið of seint. Þannig getur það farið með árin okkar allra — mánuðina, dagana og mínúturnar. Þetta eru allt öx, sem geta orðið að gimsteinum í lófa okkar allra, ef við forsmáum ekki litlu öxin. Þau geta einnig orðið að stórum gim- steinum. Þið eruð nú að hefja göngu ykkar yfir akurinn — hafið raunar lagt af stað. Ef þið liafið vanrækt að hirða litlu öxin, hlýða hinum smáu skyldum við heimili ykkar og skóla ykkar, þá lærið af þessari litlu dæmisögu. Nálega allur akurinn liggur enn fyrir framan ykkur, börnin mín. — Guði sé lof! H. J. M. Ljðrœði eða einrœði. Nemendurnir í 3. bekk G höfðu ekki orðið sögukennaranum sammála um að lýðræði væri betra stjórnarform en einræði. Þeir sögðu, að lýðræðið væri þungt í vöfum, en einræðið kæmi aftur miklu meira í fram- kvæmd á styttri tíma. „Gott og vel,“ sagði kennarinn. „Við skul- um sannreyna þetta með því að gera tilraun. Við skulum koma á einræði í bekknum svo sem hálfan mánuð.“ Nú voru allar umræður samstundis bann- aðar. Ollum spurningum og athugasemdum var vísað á bug með hörkulegu augnaráði. Fyrir allar yfirsjónir var harðlega refsað. Auk þess kom kennarinn upp sinni eigin leyniþjónustu. Fjórir drengir voru settir í það hlutverk að njósna um félaga sína, hvað þeir gerðu og hvað þeir segðu. Þeir áttu svo að gefa kennaranum skýrslu um þetta allt, t. d. hvað gerðist í stundahléum og yfirleitt utan skólans. Fyrirvaralaust las kennarinn svo upp skýrslur drengjanna í áheyrn alls bekkjarins og þá meðal annars ýmislegt, sem drengirnir höfðu sagt um kennara sína og skólafélaga. Þarna kom fram alls konar slúð- ur, sem var á sveimi um einstaka kennara og nemendur, svo og ýmislegt um stjórn skólans. Hér var sem sé ljóstað upp ýmsum leyndar- málum, sem áttu ekki að berast út. Við þennan lestur urðu nemendurnir sem þrumu lostnir. Svona miskunnarlaust og ó- svífið var þá einræðið. Á fimmta degi frá þessari byltingu var ein- róma samþykkt að endurreisa lýðræðið.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.