Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 38

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 38
82 BEIMILI OG SKÓLI Er barnié mitt skólaþroskað? Eftir ODVAR VORMELAND, skólasálfraðing Óli Pétur er í 4. bekk barnaskólans. Honum líður ekki sérlega vel í skólan- anum. Og ef við spyrjum hann, hvers vegna honum leiðist þar, á hann erfitt með að svara því. Foreldrarnir eru farnir að verða áhyggjufullir yfir þessu áhugaleysi Péturs á öllu námi, og því meir sem skólinn þyngist. Það kemur einnig í ljós í viðtali við bekkjarkenn- arann, að námið í skólanum gengur engu betur en heima, og fer heldur versnandi. Það hefur raunar aldrei gengið vel, eftir því sem kennslukon- an, er hafði hann þrjú fyrstu árin, skýrir frá. Óli Pétur hefur alltaf verið þægur og prúður drengur alla sina skólatíð fram að þessu. Hann hefur verið flest- um drengjum hlýðnari og viljugri. Það var enginn fljótari eða fúsari til að fara smá sendiferðir fyrir kennslukon- una en hann, eða gera henni annan greiða. En þegar liann átti að vinna eitthvert verk í bekknum, hvarf af hon- um gleðisvipurinn. sálarheill þess eitt hið allra nauðsyn- legasta að búa alltaf við réttlæti, og það særir barn djúpu sári, ef því finnst það verða fyrir óréttlæti í skóla eða heimili. Það getur til dæmis valdið al- varlegri truflun í lieilli bekkjardeild, ef nemendum, einum eða fleiri, finnst kennarinn taka eitt barnið fram yfir hin börnin í bekknum. Því er réttlæti Fyrstu mánuðina, sem hann var í fyrsta bekk, átti hann ákaflega erfitt með að vera kyrr, og það kom stund- um fyrir, að hann lagðist fram á skóla- borðið sitt. Blýanturinn hans var kannski allt í einu orðinn að bíl, sem geystist um borðið. Þegar hin börnin sátu hljóð og hlustuðu á sögu, sem kennarinn var að segja, eða unnu að einhverju, sem þeim hafði verið sagt að gera, gat það komið fyrir að frá borði Óla heyrðust annarlegir mótor- skellir. Óli lærði þó sitthvað í skólan- um, en það var fremur tilviljanakennt. Hann lærði t. d. að lesa nokkurn veg- inn jafnhliða hinum börnunum, en í öllu skriflegu dróst hann fljótlega aft- ur úr. Kennslukonan hafði í þessi þrjú ár fengið þá hugmynd um Óla, að í raun og veru væri hann vel gefið barn. Því meiri vandi var að svara þeirri spurn- ingu, hvers vegna honum vegnaði svona illa við námið. Og brátt kom að því, að hann fór að verða sá neðsti í í skólastofunni eitt af því allra nauð- synlegasta til að skapa þar hollan og hlýjan anda. Þetta getur einnig oft valdið hinni mestu ólgu í heimilunum, ef þau þykjast verða slíks vör. Oft er þetta af litlu eða engu tilefni, en það sýnir, hve mál þetta er viðkvæmt. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.