Heimili og skóli - 01.08.1960, Side 39
HEIMILI OG SK.ÓLI
83
bekknum í ýmsum námsgreinum.
Ilann var alltaí' að bíða sífellda ósigra,
miðað við önnur börn í bekknum og
miðað við það, sem hann sjálfur hafði
ætlað sér að ná. Og nú fór að halla
undan fæti. Hann fór að taka við þeim
verkefnum, sem skólinn lagði fyrir
hann, með æ meira skeytingarleysi, og
svo kom að því, að öll ókyrrð í bekkn-
um átti alltaf upptök sín hjá honunr.
Hann fór smátt 02: smátt að bera af fé-
lögum sínunr, en ekki með þeim hætti,
sem talinn verður ákjósanlegur í skóla-
stofu.
Þegar Óli Pétur kom í 4. bekk, var
eins og hann fengi nokkurn áhuga. Þá
bættust við nýjar námsgreinar og nýj-
ar skólabækur, sem vöktu áhuga hans,
en það stóð ekki lengi, og seinni hluta
vetrarins er hann var í 4. bekk, var
lrann orðinn kærulausari en nokkru
sinni fyrr. Og þgear lronum voru feng-
in verkefni, sem kröfðust sjálfstæðis í
starfi, gafst hann bókstaflega upp.
Ástandið var orðið ískyggilegt bæði
fyrir kennarann og foreldrana, og þó
skuggalegast fyrir Óla sjálfan.
Hver var svo ástæðan fyrir þessari
óheillaþróun?
Með því að skyggnast dýpra, kom
margt í ljós, sem kemur þarna við sögu.
En þegar þessu öllu er raðað saman,
virðist höfuðorsökin liafa verið ónógur
þroski við upphaf skólagöngunnar. Pét-
ur hafði ekki verið nógu þroskaður til
að hefja skólanám við sjö ára aldurinn.
Fjöldi barna í öllum bekkjardeild-
um skólanna okkar í dag eiga við ná-
kvæmlega sömu erfiðleika að etja og
ÓIi Pétur. Og það er nokkurn veginn
víst, að ástæðan fyrir þessu gengisleysi
þeirra er hin sama. Þau voru ekki
skólaþroskuð, er þau liófu nám. Á síð-
astliðnum 10 árum hefur það einkum
orðið ljóst, hve mikilvægt það er fyrir
barnið að hefja ekki skólagöngu fyrr
en það hefur náð ákveðnum þroska.
Hér gildir nákvæmlega hið sama og
þegar barnið ætlar að fara að ganga.
Þar sjasmar ekki að miða við eitthvert
O O
ákveðið aldurstakmark. Þar er það
þroski barnsins, sem öllu ræður og
verður að ráða.
Það er löngu vitað, að þroskinn kem-
ur ekki á sama tíma hjá öllum. Hjá
einu barni fer hann hraðara, hjá öðru
hægara. Sum börn lyfta höfðinu frá
svæflinum sínum miklu seinna en önn-
ur. Sum böm taka tennur svo snemma,
að það vekur athygli. Hjá öðrum börn-
um koma þær svo seint, að furðu gegn-
ir. Þá má benda á mörg börn, sem á
einu sviðinu þroskast mjög skjótt, en
aftur á öðru furðulega seint. Sjö ára
drengur, sem ber af öðrum jafnöldrum
sínum á ýmsan hátt, getur verið mjög
óþroskaður félagslega. Hann getur
efnislega leyst verkefni í bekknum, sem
lögð eru þar fyrir — en hann getur
ekki unnið í hóp með félögum sínum
og lagt þar fram sinn skerf til að leysa
verkefni.
Þegar meta skal, hvort barn hefur
náð þeim þroska, sem nauðsynlegur er
til að geta hafið skólanám, verður að
líta á getu þess í heild, en ekki einstök
atriði. Skólaþroskinn verður ekki
dæmdur eftir einhverju einu, sem vart
verður í fari 6—7 ára barns. Til þess að
liægt sé að telja barn skólaþroskað
verður að taka tillit til líkamsþroska
þess, félagslegs þroska, greindarþroska
og tilfinningaþroska þess. Ef vanþroska