Heimili og skóli - 01.08.1960, Qupperneq 44

Heimili og skóli - 01.08.1960, Qupperneq 44
88 HEIMILI OG SKÓLI Bœkur og rit Skólaskýrsla, Barna- og gagnfrœðaskólar Reykjavíkur. Útgefandi: Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Þetta er myndarlegt rit um 70 blaðsíður að stærð og prýtt fjölda mynda úr skólastarfinu. Þarna er saman kominn geysilegur fróðleikur um skólastarfið í höfuðstaðnum á árunum 1957—1959. Þarna er glöggt yfirlit um skóla- byggingar og skólahúsnæði, fjölda nemenda og kennaraskrá við alla skólana. Þá er þarna skýrsla um stundafjölda nemenda, próf og kennslu í ýmsum greinum fyrir afbrigðileg börn. Þá er sagt frá heilsugæzlu og félagslífi. Þarna er fjallað um margt fleira varðandi skólana en hér er hægt að telja upp. Skýrsla þessi er hin mesta fróðleiksnáma fyrir alla skólamenn, og rnjög vönduð að öllum frá- gangi. iVý kennslubók í dönsku. Haraldur Magnússon kennari og Erik Sönderholm lektor tóku saman. Þetta er önn- ur útgáfa breytt og prýdd mörgum myndum. I formála segir, að bókin sé einkum ætluð nemendum 1. bekkjar unglinga- og gagn- fræðastigsins. Þess er og getið, að hún sé með nokkuð öðru sniði en eldri kennslubækur eru. í þessari bók hefur verið reynt að þræða meðalhófið, þannig að reynt er að stilla mál- fræðistagli í hóf, svo að bókin geti orðið læsilegri og skemmtilegri. Gert er ráð fyrir að bók þessi sé notuð sem eins konar hand- bók, þegar nemandinn byrjar á stílagerð. Blik, ársrit Gagnfraðaskólans í Vestmannaeyjum. Heimili og skóla hefur borizt þetta mynd- arlega rit, samtals 222 blaðsíður. Ritið hefst á mjög athyglisverðri hugvekju eftir ritstjór- ann, Þorstein Þ. Víglundsson skólastjóra. Þessi hugvekja fjallar um mikilvægi bindind- is skólaæskunnar, og eru tilgreind átakanleg dæmi um áhrif eiturnautnanna á börn og unglinga. Þessi grein ætti erindi til margra foreldra. Þá eru minningargreinar um þrjá látna nemendur skólans. Þá kemur annar kafla af hinni fróðlegu grein: Saga barnafræðslunnar í Vestmanna- eyjum. Sagan nær yfir tímabilið 1800—1880. Greinin er eftir ritstjórann. Þá er þáttur urn Tóta í Berjanesi, éinn af þessum kynlegu kvistum. Næsta grein er þáttur um Sigurð Sigur- finnsson hreppstjóra og konu hans. Þá kemur fróðleg grein, sem heitir: Saga ísfélag Vest- mannaeyja eftir ritstjórann. Alllöng grein, þar sem margir merkir menn koma við sögu, og eru birtar myndir af þeim. Þá er Þáttur nemenda, stuttar ritgerðir og sögur, er nem- endur hafa ritað. Næst kemur Skólaferðalag- ið 1959 eftir einn nemandann, Brynju Hlíð- ar. Þá er alllöng grein: Þórarinn Hafliðason, fyrsti mormónatrúboði í Vestmannaeyjum, eftir Sigfús M. Johnsen. Enn eru margar greinar ótaldar. Ritið er prýtt fjölda mynda og hið merkasta heimildarrit um sögu Vest- mannaeyja. Það er skólanum til sóma. HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMÁL Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgang- urinn kr. 35.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Árni Björnsson, kennari, Þórunn- arstræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.