Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 10
10 S K I N FA X I Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um umhverfisstefnu íþrótta- félaga og hvað þau gera til að draga úr umhverfisspori sínu. Íþróttafélög eru mismunandi stödd, sum standa sig afar vel en önnur illa. Almennt gera íþróttafélög ekki mikið með stefnu sína í umhverfismálum og mættu standa sig betur í því að segja fólki frá því hvað þau gera, að mati Brynjars Freys Eggertssonar, verkefnastjóra hjá félaginu Einurð. Brynjar er fulltrúi Einurðar í samevrópska verkefninu Green League, sem nýtur styrks úr sjóðum Evrópusambandsins, og er þar skoðað hvernig íþróttafélög á Ítalíu, Slóveníu, Grikklandi, Kýpur, Belgíu og Íslandi standa sig í umhverfismálum og hvaða skref þau geta stigið til að gera félögin umhverfisvænni. Hann og tengiliðir verkefnisins í samstarfslöndunum vinna nú að því að taka saman handbók um það hvernig halda megi viðburð með sem minnstu umhverfisspori. Best að fara hægt af stað Brynjar segir íþróttafélög mislangt komin í þessum málum. „Það er svo margt vænt og grænt í íþróttageiranum. En því er ekki fylgt nægilega vel eftir,“ segir hann og bendir á að samstarfshópurinn hafi skoðað stefnu margra félaga. Þar á meðal var breska knattspyrnufélagið Forest Green Rovers. „Það gengur nokkuð lengra en öll önnur félög, nýtir aðeins sólar- orku og býður félagsfólki ekki upp á bílastæði við leiki liðsins heldur hleðslustöðvar og hjólagarða. Stuðningsfólk liðsins má heldur ekki koma á eigin bílum á leiki. Þess í stað hittist það á ákveðnum stað og tekur saman rafmagnsrútu á íþróttavöllinn. Fólk kemst einfaldlega ekki öðruvísi á leiki liðsins en með umhverfisvænum fararskjótum til að koma í veg fyrir losun mengandi efna út í andrúmsloftið,“ segir Brynjar. Hann kann mýmörg dæmi að fyrirmyndarleiðum íþróttafélaga sem vilja draga úr kolefnislosun eins og kostur er. „Eitt knattspyrnufélag á Kýpur borgar fólki fyrir að planta trjám fyrir hvern leik,“ segir Brynjar og bætir við að hann hafi einmitt tekið eftir því að UMFÍ hafi á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina 2022 plantað trjám á golfvellinum á Selfossi. Það þurfi ekki mikið til, því margt smátt geri eitt stórt og einhvers staðar þurfi að byrja veg- ferðina að umhverfisvænna félagi. Viljum hvorki grænþvott né íþróttaþvott Í tengslum við verkefnið fór Brynjar á vinnustofu um umhverfismál íþróttafélaga í Slóveníu. Þar kom fram að umhverfisviðmið væru notuð sem markaðstæki. Þar á meðal gæfu fyrirtæki og félög sig út fyrir að vinna eftir umhverfisviðmiðum og draga úr útblæstri þegar slíkt væri ekki raunin. Þetta er svipað og svokallaður íþróttaþvottur (e. sports- washing), sem á við um þau ríki sem nýta íþróttir og íþróttaviðburði til að breiða yfir neikvæða umræðu, eins og Sádi-Arabar hafa til dæmis gert með kaupum á knattspyrnumönnum. Vinnubrögðin eru þau sömu hvort heldur er átt við íþróttaþvott og grænþvott í umhverfismálum, enda er með þeim reynt að blekkja fólk. Í tengslum við grænþvott Katara eru engar sannanir fyrir umhverfis- loforðum þeirra. Hvetur íþróttafélög til að halda umhverfisvænni viðburði Íþróttafélög eru mislangt á veg komin á grænni vegferð sinni. Verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Einurð vinnur að gerð handbókar fyrir íþróttafélög sem vilja minnka umhverfisspor sitt. Félagið er að skipuleggja gönguferðir þar sem einblínt er á umhverfis- og loftslagsmál.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.