Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2023, Page 26

Skinfaxi - 01.02.2023, Page 26
26 S K I N FA X I Stjörnu-Sævar: Fékk sendar morðhótanir Fyrir áramótin 2018 hvatti Sævar Helgi Bragason til þess að bann yrði sett við almennri notkun á flugeldum út af reyk og rykmeng- un, sóðaskap og hávaðamengun. Hvatti hann meðal annars til þess að umhverfissjónarmið myndu vega þyngra en skemmtanagild- ið sem felst í því að sprengja flug- elda. Í kjölfarið bárust honum hót- anir frá fólki sem vildi fá að hafa sína flugelda í friði. Sævar hvatti ráðstefnugesti til að huga betur að sjálfbærni, hring- rásarhagkerfinu og mikilvægi þess að taka ákvarðanir sem hefðu góð áhrif á umhverfið. „Um 25% af öllu lífi á jörðinni eru í útrýmingarhættu vegna þess hvernig ein dýrategund er að fara með jörðina. Þessi dýrategund er við,“ sagði Sævar og benti á að þrátt fyrir margar neikvæðar vís- bendingar væri það fólk enn til sem afneitaði því að jörðin væri að hitna. „Þeir sem gera það eru að afneita eðlisfræði. Allir hitamælar jarðar sýna nefnilega þessa þróun,“ sagði hann og benti á að mælingar sýndu auknar veður- öfgar og öflugri hitabylgjur auk súrara hafs og fleiri þátta. Þessi þróun hefði áhrif á fólk, ekki síst Draumur Þorgerðar Katrínar rættist á Reykjum: Tók upp Evru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur alltaf talað fyrir því að taka upp evru í stað krónu sem gjaldmiðils hér á landi. Draumur Þorgerðar Katrínar rættist á ungmennaráðstefnunni, ef svo má segja, því einn starfs- manna á vegum UMFÍ var með tíkina Evru með sér. Þorgerður fékk að taka tíkina upp og knúsa. Það vill svo til að móðir Evru var tíkin Króna, sem féll frá fyrir nokkrum árum. börn, og rýrði lífsgæði þess. „Við þurfum ekki að vera með samviskubit alla daga. En við þurf- um að draga úr útblæstri gróður- Hvatti hann meðal annars til þess að umhverfissjónarmið myndu vega þyngra en skemmtanagildið sem felst í því að sprengja flugelda húsalofttegunda, vera vakandi fyrir því og grípa í taumana. Það hefur verið gert áður með góðum árangri. Það mikilvægasta sem þú gerir í umhverfismálum er að fræðast, fræða aðra, vera fyrir- mynd, láta í þér heyra og kjósa,“ sagði hann.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.