Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2023, Page 30

Skinfaxi - 01.02.2023, Page 30
30 S K I N FA X I „Þetta var geggjað havarí og svakalegt stuð. Aðsóknin var rosaleg en öll skemmtu sér vel og fóru glöð út með flottar kökur. Ég er rosalega stoltur af því hvað þetta tókst vel,“ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson, sem var sérgreinarstjóri í kökuskreytingum á Unglingalands- móti UMFÍ á Sauðárkróki. Þátttaka í kökuskreytingum sprakk út á Unglingalandsmótinu og fór langt fram úr væntingum. Rétt tæplega 400 ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára voru skráð til leiks. Á mótinu voru um þúsund þátttakendur og er talið að á bilinu 4.000 til 5.000 manns hafi verið á Sauðárkróki í tengslum við mótið. Foreldrar þátttakenda, forráðafólk og systkini höfðu nóg að gera í alls konar afþreyingu og viðburðum og gátu prófað ýmsar forvitnilegar greinar. Slíkur var fjöldinn að breyta þurfti áður auglýstri dagskrá og skipta keppendum í þrjá hópa til að koma öllum fyrir í íþróttahúsinu. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að keppnin tæki tvær klukkustundir. Raunin varð hins vegar sú að keppnin stóð nokkuð stanslaust yfir í fimm klukku- stundir. „Við þurftum að fjölga dómurum því nánast ekkert hlé var á milli holla. Þegar eitt lauk keppni beið annar hópur ungmenna við útidyrnar,“ segir Róbert og bendir á að ýmislegt hafi farið úr skorðum þegar yngsti aldursflokkurinn hafi keppt. Gera þurfti svo marga kökubotna að allt hafi verið úti um allt. Eftir afhendingu verðlauna týndi síðan Róbert úrslitablaðinu og mundi hann ekki nöfnin á neinum. „Liðin hétu síðan skemmtilegum nöfnum eins og Stuðgellurnar, Flugvélagellurnar og öðrum skrautlegum nöfnum. En við lærðum mikið af fyrsta hollinu og það var magnað hvað allt rúllaði vel áfram,“ segir Róbert, sem getur ekki með nokkru móti munað hvaða lið voru í fyrstu þremur sætunum og ekki heldur nöfnin í einstaklingskeppnunum. Svakalegt stuð á Unglingalandsmóti UMFÍ Líf og fjör var á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Boðið var upp á fjölda íþróttagreina og voru þær fjölmennustu með breyttu sniði að þessu sinni. Aðsókn í sumar greinar var langt umfram væntingar. Breytt fyrirkomulag sló í gegn Kökuskreytingar er tiltölulega nýleg grein á Unglingalandsmóti UMFÍ og eru vinsældir hennar gríðarlega miklar. Ljóst er af vinsældunum og góðri skráningu í aðrar óhefðbundnar greinar að þátttakendur leita eftir nýjum útfærslum á klassískum íþróttum og nýjum greinum til að prófa. Á meðal vinsælla greina voru grasblak, grashandbolti, blindra- bolti og margar fleiri greinar. Breytt fyrirkomulag fólst meðal annars í því að knattspyrna, körfu- bolti, grasblak og grashandbolti voru öll spiluð á einum degi. Þá stóð keppni í frjálsum íþróttum yfir í tvo daga í stað þriggja. Þetta breytta fyrirkomulag létti nokkuð á foreldrum og þátttakend- um á mótinu sem þurftu ekki að hlaupa á milli valla og greina til að missa ekki af neinu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.