Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I Metaðsókn í Drulluhlaupi Krónunnar Heljarinnar stuð var í Mosfellsbæ þegar Drulluhlaup Krónunnar var haldið í annað sinn. Hlaupið sló í gegn í fyrra þegar 400 manns tóku þátt og var stefnt á að ná tvöfalt fleiri í hlaupið á þessu ári. Nú var meiri drulla og enn meira fjör. „Þetta var geggjað gaman!“ hrópaði Íris María upp yfir sig þegar hún kom úr Drulluhlaupi Krónunnar og UMFÍ sem fram fór í brakandi blíðu við íþróttamiðstöðina við Varmá í Mos- fellsbæ hinn 12. ágúst. Hún og faðir hennar voru á meðal 800 þátttakenda í hlaupinu, sem stóð frá klukkan 10 til 14. Þetta er í annað skipti sem Drulluhlaup Krón- unnar er haldið, en að því stóðu Krónan, UMFÍ og Umf. Afturelding, sem sá um framkvæmd mótsins. Þegar hlaupið fór fram í fyrra tóku um 400 manns þátt. Stefnt var að því að tvö- falda fjölda þátttakenda og tókst það. Áhrifa- valdurinn og skemmtikrafturinn Eva Ruza og útvarpsmaðurinn Gústi B. héldu uppi stuðinu. Drulluskemmtilegt hlaup Leiðin í Drulluhlaupinu er 3,5 km löng með meira en 20 hindrunum sem þátttakendur hjálpuðust að við að komast yfir. Mikill hluti þátttakenda var fjölskyldur sem skemmtu sér saman við að spretta úr spori og voru börnin á ýmsum aldri. Nokkrar þrautirnar voru nýjar og var búið að breyta öðrum eldri brautum. Sérstakt drullusvæði var búið til fyrir yngstu börnin og nutu þess enn fleiri við að maka sig út í drullu. Hægt var að skola af sér á sérstöku svæði og fengu allir þátttakendur auk þess ókeypis í sund í Varmárlaug svo að enginn færi heim skítugur í fjölskyldubílnum. Fólk var oftast nær klætt íþróttafötum í hlaupinu. Björn Ómarsson var hins vegar í sínu fínasta sparitaui og bindi sömuleiðis. Hann var með þeim fyrstu sem sprettu úr spori í þessu káta hlaupi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.