Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2023, Side 38

Skinfaxi - 01.02.2023, Side 38
38 S K I N FA X I E inar ólst upp sem glímumaður hjá Ungmennafélaginu Mývetningi, sem er aðildarfélag Héraðssambands Þingeyinga. Glíma var þar lengi sterk en er ekki lengur. En Einar, sem er með þekkt- ari glímumönnum landsins, Evrópumeistari og með alla þá titla sem hægt er að landa í þessari þjóðaríþrótt, var síðasti Þingeyingur- inn til að æfa glímu hjá Mývetningi. Hann hætti í lok sumars og byrjaði að æfa undir merkjum KR í september. Einar segir ýmsar ástæður fyrir fækkun iðk- enda í glímu. Sumir ungir iðkendur finni sig betur í hópíþróttum auk þess sem færri félög Glímukóngur slær í gegn í Bandaríkjunum Íslenska glíman er í útrýmingarhættu og hefur iðkendum þessarar þjóðaríþróttar Íslendinga fækkað verulega síðustu misserin. „Við erum á virkilega slæmum stað. Ef ég ætti að smala saman öllu glímufólk frá barnsaldri til ellilífeyrisþega á mót yrðu þar á bilinu 130–140 keppendur,“ segir glímukóngurinn Einar Eyþórsson. Glímukóngurinn Einar Eyþórsson er einkar víkingalegur að sjá, rauðhærður, þrekinn og ósigrandi. • Talið er að landnámsmenn hafi flutt tvenn fangbrögð með sér hingað frá Norðurlöndunum og Bretlandi. Brögðin blönduðust saman í fjöl- breyttari fangbrögð með fjölda bragða og taka í fótum sem í dag eru orðin að glímu. • Víða er rætt um glímu í íslensku fornsögunum. • Jóhannes á Borg, einn af stofnend- um UMFÍ, er einn af þekktari glímu- mönnum Íslands. Hann fór fyrir hópi glímumanna á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 1908 með hvítblá- ann í fararbroddi. bjóði upp á glímu en áður. Nú eru félögin nær eingöngu innan Héraðssambandsins Skarp- héðins (HSK), Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA), í Njarðvík, hjá Ungmenna- sambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga (UDN) og auðvitað KR, sem er aðildar- félag Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Snúa vörn í sókn Einar og fleira glímufólk hafa í nafni Glímu- sambands Íslands snúið vörn í sókn, sem felst í því að vinna með aðdáendum glímu í öðrum löndum að uppgangi íþróttarinnar erlendis og blása með því móti lífi í glæður hennar hér.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.