Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Page 3

Læknaneminn - 01.04.1957, Page 3
LÆKIMANEMINIM Útg. Fél. Læknanema Háskóla íslands. Reykjavík, apríl 1957 1.—2. tbl. 10. árg. Prófessor Sigurður Samúelsson: Lítið eitt um nýjar rannsóknir og rannsóknaraðferðir í lyflœknisfrœði I. Hjartasjukdómar. Scrum. transaminasa-rannsóknir. Fyrir röskum tveim árum birt- ust rannsóknir á „enzyminu" — „serurn glutamic oxalatic trans- aminase (SGO-T) og finnst það að öllum líkindum í öllu serum manna, og hinum ýmsu vefjum iíkamans; þó sérlega í hjartavöðva, vöðvum, heila, lifur og nýrum. Eðlilegt serum-innihald er 8—40 einingar í millilíter, en hækkar við coronarthrombosis upp í 70—90 einingar á fyrstu 12 kl.stundum til 6 dögum. Álitið er, að „enzym- ið“ losni frá hinum sködduðu frum- um hjartavöðvans, enda hefir fundizt beint samband milli stærð- ar hjartavöðvaskemmdarinnar og hækkunar „serum-transaminase“. Samkvæmt því á ischæmia myo- cardii með status anginosus, þótt lengi standi, og líkist mjög ástandi við coronarthrombosis, ekki að framkalla „serum transaminase“- hækkun. Til þess þarf „necrosis myocardii". Venjan er, að „serum-transami- nase“ hækkar á fyrstu 36 klst. eftir hjarta-áfallið, og kemst svo aftur niður í eðlilegt magn eftir fjóra daga. Er því nauðsynlegt að fylgja rannsóknum þessum fast eftir, a.m.k. tvisvar á sólarhring þá fyrstu tvo, og er því um „seriu“- rannsóknir að ræða. Eins og áður er sagt, sést hækkun oft á fyrstu 12 klst., og nær hún venjulega hátindinum á fyrsta eða öðrum sólarhringnum. Þegar „transaminase“-rík líf- færi, t. d. lifur, verða fyrir skemmd af völdum thrombosis, hækkar að sjálfsögðu SGO-T. Til aðgreiningar á hjartavöðva- skemmd og lifrarskemmd, er gjörð samtímis ákvörðun á „serum glu- tamic pyruvic transaminase“ (SGP- T) og „Serum lactic dehydroge- nase“ (S-LD), því að SGP-T hækk- ar snögglega eftir lifrarskemmd, en hækkar mjög óverulega eftir hjartainfarkt. Aftur á móti hækk- ar S-LD við coronarthrombosis, en helzt svo til óbreytt við lifrar- skemmd. Við sundurgreiningu á lungna- og hjartainfarkt kemur SGO-T að góðu liði, þar sem það hækkar ekki við „hreina“ lungnaemboli. Á sama hátt er ákvörðun á SGO-T hjálpleg hjá sjúklingum með coronar- thrombosis, þar sem breytingar í

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.