Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 4

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 4
4 LÆKNANEMINN hjartalínuriti eru litlar eða vafa- samar, og koma seint í ljós, t.d. eftir að nokkrir dagar eru liðnir frá skyndikastinu. Þá er og SGO-T ákvörðun mjög góð til greining- ar á hjartainfarkt hjá þeim sjúkl- ingum, sem hafa vinstri „grein Prófessor Sigurður Samúelsson er fæddur á Bildudal, 30. október 1911. Hann varð stúdent frá M. A. 1932. Kandidat frá Háskóla Islands 1938. Framhaldsnám í lyflæknisfræði stundaði hann í Danmörku á árunum 1938—1946. Doktorsritgerð sina, Cor pulmonale chronicum varði hann við Kaupmanna- hafnar-háskóla 1950. Síðan starfandi læknir í Reykjavík og deildarlæknir við Dyflæknisdeild Landspítalans 1950—’55 og gengdi yfirlæknis- og kennslustörf- um í forföllum og veikindum Próf. Jóhanns Sæmundssonar. Skipaður prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla íslands 1. des. 1955. Er nú fyrir skömmu kominn heim frá Banda- ríkjunum eftir ársdvöl þar á vegum Rockefeller stofnunarinnar, og hefur nú hafið kennslu að nýju. LÆKNANEMINN árnar honum góðs gengis í starfinu. blokk“í hjartalínuritinu og skyndi- breytingar sjást þá ekki vegna , ,greinblokksins. ‘ ‘ Samt eru ekki allir sammála um ágæti þessara rannsókna. T. d. segist Denney og félagar2) hafa fundið 4,8% af neikvæðum svörum á SGO-T meðal 95 sjúklinga með hjartainfarkta og hjá helmingi sjúklinga þeirra með lungnaemboli hafi SGO-T verið verulega hækkað. Þeir bæta þó við, að SGO-T verði aldrei eins hár hjá sjúklingi með lungnaemboli og hjá þeim, sem er með hjartainfarkt. Eins er línurit yfir SGO-T mælingarnar við lungnaemboli langdregnara með hátind frá þriðja degi til sjötta dags, í staðinn fyrir fyrsta til ann- ars dags við hjartainfarkt. La Due og Wroblewski3) segja shock, hjartabilun, ,,cardiotonisk“ lyf, Cortisone, phlebitis acuta og „cerebro-vascular" skemmdir ekki hafa áhrif til hækkunar á „Serum transaminasa“. Eftir því sem áð- ur var sagt, hefði ég þó búizt við hækkun á SGO-T við síðastnefndar skemmdir. Aftur á móti segja þeir, að skyndi hjarta-, lifrar-, nýrna- og vöðvaskemmd, myositis, ásamt dermato-myositis og lokun á arterium, hafi áhrif til mikillar hækkunar á SGO-T. Einnig var mikil hækkun við lifrarskemmdir eftir koltetraklorideitrun, hepatitis acuta og serum hepatitis, en lögun línurits SGO-T var öðruvísi við síð- astnefnda sjúkdóma, sem sé miklu hærri mælingar með 1000—2000 einingum, og tók fleiri vikur að komast niður í eðlilegt magn. I byrjun maí 1956 var ég stadd- ur á læknaþingi í Atlantic City (American Society for Clinical In- vestigation) og fluttu þar læknar frá Boston erindi um aukning á serum-kopar við hjartainfarkt og lækkun á serum-zink við sama

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.