Læknaneminn - 01.04.1957, Page 5
LÆKN AN EMINN
5
kvilla. Hækkar serum-kopar og
nær hækkunin hámarki sínu milli
5. og 11. dags eftir hjarta-áfallið.
Serum-zink aftur á móti lækkar
verulega við þennan sjúkdóm. Einn-
ig hækka verulega serum lactic de-
hydrogenase (S-LD) og Serum
malic dehydragenase (S-MD), sem
ásamt serum-zink lækkuninni skeð-
ur á fyrstu 24 klst. eftir hjarta-
infarkt, og nær mestu hækkun á
3. degi sjúkdómsins.
Öll þessi ,,enzym“ og „metallo-
enzym“ (kopar og zink) eru talin
auðveld til rannsókna með „spect-
rofotografi". Segja Bostoh-höf-
undarnir Adelstein og félagar4)
(Wacker og félagar)5), að þeir hafi
búið til ódýrt og handhægt tæki
til þessara og annarra „enzym“-
rannsókna.
í síðustu grein, er ég sá um þessi
efni (Manso og félagar)0) segir, að
salicylsýra hækki SGO-T og SGP-
T í meira en helming tilfella meðal
hraustra og gigtar- („rheumat-
ic“) barna.
Varð ég þess var, að rannsóknir
þessar voru framkvæmdar við þær
deildir, sem ég dvaldi á í Banda-
ríkjunum, og voru þeir, sem ég
talaði við um þessi mál, sammála
um, að „enzym“-rannsóknir þessar
væru til mikils örvggis í greiningu
fyrrnefndra sjúkdóma.
Ballistocardiografi
ritar upp hreyfingar líkamans
við það, að hjartað dregur sig sam-
an og spýtir blóðinu út í æðakerf-
ið. Aðallega er um að ræða hreyf-
ingar í áttina til höfuðs og fóta,
en einnig til hliðanna. Eru til ýms-
ar gerðir ,,ballistocardiografa“,
sem rita hreyfingar líkamans bæði
í lengdar- og þveröxli. Liggur sjúk-
lingurinn á sérstöku borði, sem
umflotið er kvikasilfri (John Hop-
kins University) til að ná sem
greinilegast hreyfingunum, og eins
er allt gert til, að sjúklingurinn
slappi sem bezt af. Mér virðist
þessi rannsóknaraðferð ennþá á
tilraunastigi, og hún hefur ekki
náð inngöngu í „kliniska medicin".
Er hún ætluð til að mæla afköst
(„output") hjartans.
Sama er að segja um Vector
cardiografi, sem ekki er komin af
tilraunastiginu, og sem ritar upp
þriggja vídda „spatial vector dia-
gram“ og á því má lesa breyting-
ar eða skemmdir á hjartavöðvan-
um, og staðsetja þær með ná-
kvæmni.
Aftur á móti er phonocardio-
grafi mjög útbreidd, bæði mikils-
verð og nákvæm til aðgreiningar
á hinum ýmsu hjartaóhljóðum. Við
þessa rannsóknaraðferð ritast upp
samtímis hjartahljóðin og línurit
af hjarta (ekg.) og er því auð-
velt að sjá, hvar óhljóð er í „cyk-
lus“, ef það er fyrir hendi.
„Isotopa“-rannsóknir.
Það sem vakti hvað mesta eftir-
tekt mína, voru ,,isotopa“-rann-
sóknir og „isotopa“-meðferð á
sjúkdómum í glandula thyroidea
og ,,isotopa“-meðferð á vissum
tegundum hjartasjúkdóma. Er það
kunnugt, að mæling efnaskípta
með radioaktivu joði (J131) er
miklu nákvæmari og öruggara og
fæst rétt útkoma í 90% af tilfell-
um gegn hér um bil 50% með
eldri aðferðinni, þar sem súrefnis-
notkunin liggur til grundvallar, og
tekið er tillit til hæðar og þyngd-
ar sjúklingsins ásamt hitastigi og
loftþrýsting við útreikninginn.
Radioaktivt joð er notað til með-
ferðar á hyperthyroidismus bæði
præ- og postoperativt, þá einnig
við ekki of stór struma. Stórt
struma er ráðlegt að nema burtu
með skurði, þar sem það sýgur