Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN
9
eigin fæðu, sé sem jöfnust að gæð-
um og í henni ætið nóg af þeim
söltum og bætiefnum, sem að kölk-
uninni stuðla. Margar tilraunir
hafa verið gerðar með að bæta
fluor í fæðuna. Eftir um það bil
10 ára tilraunir með hæfilega flu-
oraukningu í drykkjarvatni i borg-
um og bæjum víða um heim, telja
menn nú fengna vissu fyrir, að
minnka megi verulega tann-
skemmdir með þeim ráðum. Hefir
það munað allt að 65% hjá þeim,
sem notið hafa þess frá fæðingu,
en minna hjá þeim, sem eldri eru,
svo að það er hreint ekki lítið
gagn, sem gera má með þessari
einföldu og ódýru aðferð, að bæta
fluor í neyzluvatnið.
Þá hafa menn og leitazt við að
draga úr tannskemmdum með því
að minnka sýrumyndun á tönnum.
Með því að takmarka neyzlu mjöl-
metis og sætinda má minnka stór-
lega bæði bakteríugróður í munni
og sýrumyndun á tönnum og þar
með tannskemmdir. Fátt, sem gert
hefur verið þessu til sönnunar, er
þó eins sannfærandi eins og það,
sem gerðist í Noregi í síðustu
heimsstyrjöld. Þó segja megi, að
Norðmenn hafi þá lifað við sult
og seyru, minnkuðu tannskemmd-
ir hjá börnum og unglingum um
50—70%. Þakka Norðmenn þetta
eingöngu, hversu lítil var neyzla
sykurs, sætinda og mjölmetis. Nú
er svo komið, að bæði neyzla þess-
ara kolvetna og tannskemmdirnar
eru komnar í svipað horf og fyrir
stríð. Á barnaheimilium hafa og
víða verið gerðar tilraunir með að
auka sykurskammt nokkurs hluta
barnanna, og hefir það alltaf aukið
tannskemmdir hjá þeim, er auka-
skammtinn fengu.
Aldurinn virðist þó ráða miklu
um næmi manna fyrir tann-
skemmdum vegna neyzlu sætinda.
1 Svíþjóð var mönnum á ýmsum
aldri gefið 65 gr. af súkkulaði
daglega í 3 ár, til viðbótar venju-
legu fæði. Kom þá í ljós, að til-
raunum loknum, að tannskemmdir
höfðu þrefaldazt hjá þeim, sem
yngstir voru, en lítil eða engin
breyting orðið hjá þeim, sem voru
30 ára eða eldri.
Má af þessu ráða, hve skaðlegt
sykur- og sætindaát er börn-
um og unglingum. Þá má og
minnka sýrumyndun á tönnum
með góðri hirðingu tannanna, bæði
mekaniskri hreinsun þeirra, tann-
burstuninni, svo og með því að
bursta tennur upp úr ýmsum efn-
um, sem ýmist áttu að eyða bakt-
eríum eða enzymum þeirra, eða
metta sýrurnar á tönnunum.
Árið 1953 fól American Dental
Association fimm helztu forvígis-
mönnum í rannsóknum á tann-
skemmdum að athuga, hver áhrif
það hefði á tannskemmdir, ef ýms-
um efnum, er áðurgreindar verk-
anir áttu að hafa, var bætt í tann-
krem. Skiptu þessi efni hundruð-
um, og voru hin ólíkustu, svo sem
klorofyl, penicillin, ýmis ammoni-
um-sambönd o. fl. Tilraunir þess-
ar eru enn of skammt á veg komn-
ar, til þess að hægt sé að draga
öruggar ályktanir af þeim, en ým-
islegt bendir þó til þess, að árang-
urs sé þar að vænta.
Þá má geta fluorpenslana, sem
mikið hafa verið reyndar síðustu
árin. Virðist sem fluorinn gangi
í sambönd við kalksöltin í ytra
borði glerungsins, þétti það og
auki þannig viðnám gegn sýrum.
Árangur þessi hefir verið nokkuð
misjafn, beztur hjá yngstu börn-
unum, og telja menn að með vand-
virkni og nákvæmni megi minnka
tannskemmdir frá 20—50% hjá
börnum.
Það, sem að framan er greint,