Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Síða 14

Læknaneminn - 01.04.1957, Síða 14
LÆKNANEMINN H VI. Cystes. Eru sjaldgæfar, helzt sullur (tænia eccinococcus).Lymphangioma geta orðið ,,cystisk“. VII. Truflanir á blóðrás og blóð- magni, er valda miltisstækk- un. 1) Almenn hækkun á venublóð- þrýstingi (periferal venous hyper- tension), sem afleiðing af decom- pensatio cordis, veldur nokkurri miltisstækkun vegna aukins blóð- magns í miltanu og þykknun á trabeculae (fibrosis). 2) Hækkaður blóðþrýstingur í v. portae (t. d. cirrhosis). a. Banti’s syndrom (hepato-lienal fibrosis). 3) Polycythæmia vera veldur miltisstækkun vegna aukins blóð- magns. VIII. Anæmia perniciosa veldur smávegis miltisstækkun, en hún getur þó orðið talsverð, ef langur tími líður áður en sjúkl. fær meðferð. Orsökin fyrir stækk- un miltans við þennan sjúkdóm virðast mér ekki alveg Ijósar. En athugun á miltanu leiðir venjulega í ljós hæmosiderosis, og er járnið einkum að finna í átfrumunum í ,,pulpa“, einnig er stundum talað um „fibrosis". IX. Miltisstækkun er „fysiolog- iskt“ fyrirbrigði fyrstu vik- urnar eftir fæðingu (sbr. kaflann um störf miltans). X. Traunia. Áverkar, sem valda blæðingu í milta, valda venju- lega miltisrupturu þegar í stað, en í 1 af hverjum 6 tilfellum er þessu öðruvísi farið. (Christopher). þ. e. það verður ,,subcapsuler“ blæðing og miltað smá stækkar og getur orðið nokkuð stórt, áður en það rifnar, sem verður venjulega um 1 viku síðar (delayed rupture). Eymsli lateral undir v. rif jaboga og stækkandi miltisrönd. Einkenni. Einkenni þau, sem miltisstækk- unin veldur (út af fyrir sig), eru oft og einatt lítil eða engin, ef stækkunin er ekki mikil. En þeg- ar miltað fer að stækka verulega, getur það valdið ýmsum einkenn- um vegna þrýstings á önnur líf- færi í kviðarholi og brjóstholi. Þrýstingur á maga getur valdið ógleði og spenningi í epigastrium, jafnvel uppsölum. Þrýstingur á ristil getur valdið hægðatregðu (opstipatio). Við mjög mikla stækkun getur miltað valdið þrýst- ingi á þvagblöðru og valdið tið- um þvaglátum. Stækkað milta getur valdið óeðlilega hárri stöðu á þyndinni v. megin og þar með orsakað atelec- tasis eða lungnabólgu (basal pneu- monia). Stækkað milta hefur oft í för með sér stytta lífstíð fyrir rauðu blóðkornin og ennfremur veldur hypersplenismus primarius blóð- kornafæð (venjul. pancytopenia), annað hvort með því að hindra eða með því að draga úr för þeirra út í blóðrásina (humoral verkun?). Við miltisstækkun munu ein- kennin annars einkum mótast af þeim sjúkdómi, sem henni veldui’ í hvert skipti. Greining. Eins og tekið var fram í skil- greiningunni, er miltað talið stækka (kliniskt), er það nær niður fyrir v. rifjaboga. Inspectio veitir sjaldan miklar upplýsingar um miltisstækkun, en við mikla miltisstækkun hjá börn-

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.