Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Page 27

Læknaneminn - 01.04.1957, Page 27
LÆKNANEMINN 27 síðustu klukkustundirnar. Móðirin leiddi mig að vöggunni, sá litli steinsvaf. Nú var ég skjótráður, breytti um „taktik" í einu vetfangi, gerðist blíður á svipinn og mjúk- máll. „Við skulum ekki vekja anga- skinnið, það sefur svo vært. Ég skal koma seinna“, sagði ég og hafði í huga gálgafrest. En móð- irin var ekki á því. Hún dreif barn- ið upp og afklæddi það. En húð þess var hvít og mjúk, hvar sem á var litið. Þegar hér var komið sögu, var barnið vaknað og horfði á mig, undrandi og móðgað. Það var dauða þögn, allir voru að búa sig undir að segja eitthvað. Krakkinn varð fyrstur. Hann tal- aði að vísu ekki nein ósköp, en orgaði þeim mun meir, blánaði fyrst en roðnaði síðan. Þá tók móðirin að benda mér á hina og þessa staði á líkama hans, sem henni fundust athugaverðir. Ég sasðist ekkert sjá, sem ekki væri eðlilegt. Hún féllst að lokum á þetta, en sagðist skyldu hringja í mig seinna, þegar útbrotin væru greinilegri. Tveim dögum síðar kom ég þangað aftur, sprenglærð- ur í húðsjúkdómum, diagnosticer- aði ofnæmi, gaf krakkanum við- eigandi meðferð. Síðar frétti ég frá ljósmóður staðarins, að krakkinn væri stórum betri. Tvisvar lenti ég í því vandasama verki að vera kvaddur að dánar- beði. Annað tilfellið var háöldruð kona, sem hafði dottið niður stiga. Ég var ekki rólegur fyrr en ég heyrði lát hennar tilkynnt í út- varpinu. Hitt tilfellið var nýfætt barn, er lézt á spítalanum. Ég hlustaði það, þar til ein hjúkrun- arkonan benti mér vinsamlega á það, að barnið væri farið að stirðna. Jæja, dagar liðu, sjálftraustið óx, en sjúklingum fækkaði. Dag einn í seinni hluta viðtalstíma, kom til mín ung stúlka. Hún var vel vaxin, há og grönn og lagleg í betra lagi og rauðhærð í ofanálag Hún sagðist vera taugaóstyrk. Ég spurði, hvort nokkur sérstök á- stæða væri til þessa taugaslapp- leika. Hún horfði á mig stórum, döprum augum og sagðist ætla að gifta sig eftir viku. Ja, hvert þó í logandi. Ég hafði hingað til haldið, að flest kvenfólk gengi um í sæludraumi, þar til þær væru búnar að láta hlekkja sig eða öfugt og væru sízt af öllu taugaslappar. En hér sat ein, var taugaóstyrk og kvíðin og sem verra var, hún ætl- aðist til, að ég bjargaði málinu við. Mér datt strax í hug: Láttu stelpuna lesa bókina Hjónaástir, sem ég hafði einhverntíma heyrt nefnda. En við nánari íhugun áleit ég, að það væru sennilega 20—30 ár síðan sú bók kom út og því lík- lega ekki til nema á söfnum eða þá í eigu bókasafnara, sem safna fá- gætum og merkilegum bókum. Tabl. phenemali min. 1x3 á dag og róandi orð urðu að duga. Töfl- urnar fékk hún og einhver orð sagði ég líka, ég man þau bara ekki lqngur. Þrem dögum síðar kom hún til mín aftur glaðleg mjög og sagðist aldrei hafa þurft að taka töflurnar og vera orðin ágæt. Fjandi, að ég skuli ekki muna, hvað ég sagði við hana, ég hefði líklega átt að ,,notera“ það hjá mér, það hlýtur að hafa verið frek- ar snjallt. Snjallt, það var orðið. Ég gæti trúað því, að það hafi verið fátt snjallt, sem ég aðhafðist um þetta leyti, nema ef vera skyldi þessi fáu orð, sem ég sagði við vesalings stúlkuna, en gleymdi svo strax. Þetta má segja, að sé minnisvarð- inn um læknisstörf mín í miðhluta. Það skásta, sem ég gerði er

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.