Læknaneminn - 01.04.1957, Qupperneq 31
LÆKN ANEMINN
31
sem þeir gætu æft sig á, á meðan
þeir væru að komast yfir byrjunar-
örðugleikana. Þá lagði próf. Snorri
áherzlu á, að hann teldi stúdenta
hvergi nærri spyrja nóg, er þeir
dveldu á deildinni. I „kúrsusum“
væri hlutverk stúdentsins að hafa
augu og eyru opin, beita skynsem-
inni og spyrja, þegar skilninginn
þryti. Stúdentar ættu ófeimnir að
spyrja, en ekki láta hið dula eðli
Islendingsins vera sér þar fjötur
um fót. Starfsmönnum deildarinn-
ar væri einmitt sönn ánægja, að
leysa eftir getu úr spurningum
fróðleiksfúss, áhugasams stúdents.
Eftir að hafa rætt tillögurnar
lýsti prófessorinn þeirri skoðun
sinni, að þær væru ekki nógu vel
unnar og vanhugsaðar í ýmsu,
þyrftu því að koma fram nýjar
og þrauthugsaðar, til þess að fram.
kvæmdir yrðu mögulegar og stúd-
entum til góðs.
Að endingu bað prófessorinn
stúdenta að minnast þess, að aðal-
námið hæfist fyrst raunverulega
með sjálfu læknisstarfinu.
Er próf. Snorri Hallgrímsson
hafði lokið máli sínu tók próf.
Sigurður Samúelsson til máls:
Hóf hann mál sitt með því að
þakka félaginu fyrir að hafa boðað
til þessa fundar. Kvaðst hann
hafa margar hugmyndir („ideur")
í kollinum um það, hversu bæta
mætti menntun læknastúdenta, —
en sagðist þó aðeins lítillega mundu
koma inn á þær að sinni.
Próf. Snorri hefði þegar rætt
fundarefnið allýtarlega, — sjálfur
myndi hann aðeins ræða þann
hluta tillagnanna, er snerti lyf-
læknisfræðina.
Hann kvaðst þeirrar skoðunar,
að fremur bæri að lengja „kurs-
usa“ á lyflæknisdeild en stytta.
Heppilegast yrði, að sem mestur
hluti þeirra yrði í ni hluta, þar
sem síðasta hluta stúdentar hefðu
bezt skilyrðin til að hafa gagn af
dvöl á lyf jadeild. Hins vegar myndi
ekki veita af 1 mánuði í miðhluta,
einvörðungu á rannsóknarstofu,
a.m.k. er hið væntanlega „central-
laboratorium" væri tekið til starfa.
Prófessorinn taldi nauðsynlegt
að endurvekja kursus á Vífilstöð-
um, en þar væri tvímælalaust bezti
og eini staðurinn til að læra
lungnahlustun.
Hann tók undir með prófessor
Snorra, að aukið húsrými (skoð-
unarherbergin) skapaði skilyrði
til þess að auka not stúdentsins af
sjúkraskrártökum, þ. e. gerði
læknum fært bæði að gagnrýna
sjúkraskýrsluna svo og að fara
yfir skoðun á sj. með stúdentun-
um. I sambandi við, að farið var
fram á kennslu í hjálp í viðlögum
í I hluta, mætti taka til athugunar,
hvort ekki myndi rétt að hafa
fyrirlestra með stúdentum í þeim
hluta m.a. um framkomu læknis
við sjúklinga o. s. frv.
Um hina „teoretisku kennslu“,
kvaðst hann þeirrar skoðunar, að
heppilegast væri að gera kennsl-
una fjölbreyttari með bví að fá
ýmsa sérfræðinga til að flytja fyr-
irlestra úr sínu fagi. Gat þess, að
hann gerði sér vonir um, að t. d.
beir dr. Sigurður Sigurðsson,
heilsugæzlustjóri, og Kjartan R.
Guðmundsson flyttu í framtíðinni
fyrirlestra úr sínum sérfögum,
berklum og neurologi.
Að lokum sagði prófessorinn, að
hann teldi það mjög til eftirbreytni,
að slíkir fundir væru haldnir, en
þó ekki nema einu sinni á vetri,
nema sérstakt tilefni gæfist.
Af stúdentum tóku til má-ls Leif-
ur Björnsson og Sig. Þ. Guðmunds-
son. Leifur ítrekaði, að tillögurnar
væru aðeins miðaðar við það, sem
hægt og auðvelt væri að gera strax,