Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 33
LÆKN ANEMINN
33
BRÉFADÁLKUR.
LÆKNANEMANUM hafa borizt bréf frá nokkrum lækna-
nemum. Hefur orðið úr að opna með þeim nýjan þátt
í blaðinu, í þeirri trú, að fleiri muni í framtíðinni finna
hvöt hjá sér til að koma þannig á framfæri því, er þeim
kynni að liggja á hjarta.
Nulla est Rosa ....
Allir læknanemar og prófessorar í III.
hluta, vita, að við. eigum við illa loft-
ræsta og þrönga kennslustofu að búa,
þar sem aðalkennslan í þriðja hluta
fer fram. Nemendur sitja þar hver
við annan, lær við lær og hné við þjó.
Stólarnir eru fornfálegar eftirlíkingar
af körfu- og kontorstólum, sem lætur
jafn hátt í og Rock’n Roll hljómsveit,
ef einhver reynir að liðka um sig, ég
tala nú ekki um, þegar allir standa
upp, eins og strmdum kemur fyrir í
klínik, má þá varla heyra mannsins
mál, meðan menn eru að rejma að lempa
sig á bersvæði, sem tekur alllangan
tíma vegna þrengsla. Þeir, sem vitið
og valdið hafa, segja, að þetta standi til
bóta, þegar við fáum nýju kennslu-
stofuna eða stofurnar, en hvenær verður
það, eftir 5—10 ár? Er það meiningin
að láta okkur sitja á þessum hrossa-
brestum þangað til.
Prófessorarnir í síðasta hluta hafa
þann mjög vítaverða sið að kenna allar
frímínúturnar og sleppa okkur ekki út
fyrr en næsti lærifaðir er búinn að krimta
góða stund fyrir utan, og jafnvel farinn
að taka í snerilinn, til að vekja athygli
á sér. Prófessorarnir virðast ekki gera
sér grein fyrir, hvernig að okkur er
búið heilsufræðilega séð. Loftræstingin
er sama og engin nema ef nefnt væri
relluverk nokkuð, er sett hefur verið í
efsta glugga, en ef það er sett í gang,
heýra þeir er aftast sitja mjög takmark-
að, þar af leiðandi er hún sjaldan höfð
i gangi. Af þessu leiðir, að heilsellur
manna eru þjáðar af „anoxi", hita og
skítalykt og líkaminn lurkum laminn
af setu á áðurnefndum stólum, þegar
liðið er að tímalokum. Nei, það er ekki
verið að sleppa okkur þá! heldur er
kennt 10—15 mín. fram yfir tímann,
þannig að okkar akademiska kortér
„redúserast" niður í 5—0 mínútur. Það
er mikill misskilningur, ef haldið er, að
sú kennsla, er við fáum í friminútum
okkar, vegi á móti þeirri nauðsyn að
rétta úr sér og anda að sér skárra lofti.
Er prófessorunum vinsamlegast bent á,
að andspænis þeim blasir við klukka,
sem oftast gengur rétt og mætti þar
af leiðandi fara eftir.
Ég er þeirrar skoðunar, að flótti sá
úr aukafögunum, er nú tiðkast, komi
mikið til af þessu, því að menn geta
ekki hugsað sér að sitja margar klukku-
stundir sleitulaust við slíkar aðstæður.
VULPES.
Um brautskráningu.
Á síðastl. vetri var i LÆKNANEM-
ANUM minnzt á þann hátt, sem hafður
er á um brautskráningu stúdenta frá
Háskóla Islands og bent á ráð til að
gera þá athöfn hátíðlega.
Prófessarar læknadeildar tóku þetta
að nokkru til greina og hafa síðan
drukkið kandídötum skilnaðarskál, um
leiö og afhending skilríkja fer fram.
En hvers vegna er háskólanum ekki
sagt hátiðlega upp eins og flestum öðr-
um skólum? Á haustin er haldin svo
nefnd háskólahátíð, þar sem stúdentum
eru afhent borgarabréf sín. Margir
þeirra stunda aldrei nám við háskólann
og aðrir ljúka ekki prófi. Er nú ekki
eðlilegra, að háskólinn haldi hátið þeim
nemendum sínum, er stundað hafa þar
nám, margir í 7—8 ár, og lokið síríum
prófum? En 50—60 manns ljúka nú
embættisprófi árlega.
I menntaskóla var skólauppsögn á-
nægjulegur atburður, sérstaklega, þeg-
ar við urðum stúdentar. Við nám
eins og læknisfræði umgangast nem-
endur hvern annan og kennara sína
mun nánar en í menntaskóla, og em-
bættispróf er mun stærri áfangi en
stúdentspróf, sem reynt er að gera
minnisvert á ýmsan máta, og ætti há-
skólinn ekki að standa þar mennta-
skólunum að baki.
Hátiðarsamkoma á sal væri þá sjálf-
sögð. Væri hún fyrir prófessora, kenn-