Læknaneminn - 01.04.1957, Side 35
LÆKNANEMINN
35
LÆKNA NEMINN
BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA
Ritnefnd:
Hrafn Tulinius, ritstj.
Þórarinn Ólafsson.
Þórey J. Sigurjónsdóttir.
Auglýsingar:
Edda Björnsdóttir.
Kristján Baldvinsson.
Oddur Bjarnason.
Prentað í Steindórsprenti h.f.
Um Lœknanemanno
Ritnefndin vonar, að kollegar
vorir séu ánægðir með nýju fötin
LÆKNANEMANS. Guðmundur
Bjarnason, stud. med., hefur gert
káputeikninguna og við þökkum
honum.
Ákveðin hefur verið breyting á
dreifingarfyrirkomulagi blaðsins.
Undanfarin ár hefur það verið
venja, að stúdentar keyptu
LÆKNANEMANN í lausasölu, en
öllum kennurum deildarinnar og
nokkrum öðrum hefur blaðið ver-
ið sent ókeypis. Nú er ætlunin að
fækka þessum gjafablöðum að
mun, en læknum, lyfjafræðingum
og tannlæknum landsins hefur ver-
ið skrifað og þeim boðin áskrift
að ritinu. Til þess að áskriftar-
söfnunin geti borið tilætlaðan ár-
angur, verða stúdentar að vera
duglegir. Við verðum, hvert um
sig, að gera okkar með því að
tala við þá, sem við erum kunnug,
en allir meðlimir félagsstjórnar og
ritstjórnar taka síðan við áskrift-
unum. Ennfremur er í athugun að
sækja til Háskólaráðs um styrk til
útgáfunnar. Ef þetta hvort tveggja
gengur vel, verður fljótlega náð
því takmarki, að áskrift að
LÆKNANEMANUM verði inni-
falin í árgjaldi Félags læknanema.
Um leið og við þökkum öllum
þeim, sem lagt hafa efni til þessa
tölublaðs, þökkum við öllum lækna-
nemum og öðrum þeim, sem rit-
nefndin hefur átt viðskipti við, fyr-
ir mjög ánægjulegt samstarf. Okk-
ur er vel ljóst, að margt hefur
okkur farið verr úr hendi en skyldi,
og biðjum við hér með velvirðing-
ar á því. Nú tekur ný útgáfustjórn
við með næsta tölublaði, og óskum
við ykkur til hamingju með það,
og henni biðjum við allra heilla
í starfinu.
Þökk fyrir samstarfið.
Þýðingarmesti hlutinn
í stethoscopinu.
Bretarnir segja, að þýðingar-
mesti hlutinn af stethoscopinu sé
sá, sem er milli eymastykkj-
anna, þegar það er í notkun.
Ef hún nú deyr, þrátt fyrir allt,
getur fjölskyldan þó huggað sig
við, að hún deyr eftir kúnstar-
innar reglum, og það er betra að
deyja eftir reglunum, en að lifa
á móti þeim. Batni henni, er það
okkur að þakka; ef ekki, þá er
það lögmál náttúrunnar — og þar
með basta.
Moliére (L’amour médicin).