Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 22

Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 22
LÆKNANEMINN Jj/TSTJOHNUi- Éaum Heilsubótargöngur og skipulagið — Vísindaferðir að Klepjíi — Herferð f jármálast,jórans — Týnd verðmæti — Prósentin sjö og bruðiið. Svo bar til einn góðviðrisdag í nóvember s.l., að nokkrir ágætir kollegar í síðasta hluta tóku á rás í hinu akademíska kortéri (sem oft er jú bara fimm mín- útur og jafnvel ekkert), skálmuðu út af Landsspítalalóðinni niður Barónsstíginn austur Hringbraut og síðan yfir lóðina að nýju og í næsta tíma. Því miður kom í Ijós, að hér var ekki um að ræða reglu- lega heilsubótargöngu heldur var labb þeirra af mjög svo ómerki- legu tilefni og hafði hreint ekkert með heilsufarið að gera. En þetta varð til þess að vekja athygli okkar á því, að við aumir í mið- og síðastahluta iðkum heilsubótar- göngur reglulega og sjá okkar ágætu lærifeður fyrir því. Þeir geta nefnilega ekki komið kennsl- unni fyrir á einum stað heldur cru tímarnir ýmist á Landspítal- anum, Rannsóknarstofunni eða í Háskólanum. Víst ber ekki að lasta heilsubótargöngur né held- ur erum við sannanlega öðrum sporlatari, en þegar iðulega er sneytt af hinu akademíska kortéri og rösklega kílómeters leið til hinnar næstu kennslustofu í næsta tíma verður sá hinn sami mjög svo tæplega þrjú kortér svo ekki sé meira sagt. Skipulagið gæti semsagt þarfnast endurskoðunar. —o— Tómas Helgason, yfirlæknir, hóf kennslu í geðsjúkdómum í síð- asta hluta á þessu misseri. Hefur hann tekið upp þann sið að fara með lærisveinana einu sinni í viku inn að Kleppi og hefur þar á tak- teinum lifandi dæmi urn þá kvilla, er þeir hafa verið að lesa um. Þessar heimsóknir að Kleppi hafa konferensinn fyrir ofan garð og neðan hjá mér, sem ég hefði ann- ars getað haft gagn af. En þrátt fyrir þetta lærði ég sitthvað, enda varla hægt við því að búast að maður læri mikið í ortopediu á einum mánuði. Tilgangurinn með dvölinni var heldur ekki sízt sá að kynnast vinnunni og andrúms- loftinu á dönskum spítala og verð- ur ekki annað sagt en að þau kynni hafi verið góð. Ég vil því eindregið hvetja til þess að við höldum uppi stúdentaskiptum við Dani fram- vegis. T. Á.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.