Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 57
LÆKNANEMINN
49
Frá útlöndum
PÁLL SIGURÐSSON, læknir:
Nám í heilbrigðisfrœði og
félagslegri lœknisfrœði
Ritnefnd Lœknanemans hefur farið
þess á leit við mig, að ég skrifaði I
blaðið stutta grein um námsfyrirkomu-
lag í heilbrigðisfræði o g félagslegri
læknisfræði (Public Health and Social
Medicine), en veturinn 1969—1970
dvaldist ég við háskólann í Bristol og
lærði þessi fræði til D. P. H. prófs
(Diploma of Public Health) og lauk því
prófi þar við háskólann sumarið 1970.
Það er mér mikil ánægja að verða
við þessari ósk Læknanemans, sem mér
virðist sýna, að yngri læknar hafi á-
huga á þessum þáttum læknisfræðinn-
ar, sem svo mjög hafa orðið útundan
hjá íslenzkum læknum fram að þessu.
Inngangur
Það virðist sérvizka 'og nokkuð út í
hött, þegar menn, komnir á fimmtugs-
aldur, sem hafa lokið sérnámi í ein-
hverju fagi læknisfræðinnar, taka sig
til og fara að læra nýja sérgrein án
sérstakra tilefna.
Ástæðan til þess að ég valdi þá leið,
að læra heilbrigðisfræði og félagslega
læknisfræði við háskóla, var sú, að enda
þótt hægt sé að afla sér allrar þeirrar
þekkingar með lestri bóka, sem lærist
á einu háskólaári, þá gera það engir
læknar við þær starfsaðstæður, sem ís-
lenzkir læknar hafa nú.
1 starfi mínu sem tryggingayfirlæknir
um 10 ára bil hafði ég komizt að þeirri
niðurstöðu, að þekking lækna almennt
á þeim fræðum, sem falla undir heil-
brigðisfræði, félagslega læknisfræði og
stjórnun, væri mjög takmörkuð, að ekki
sé sagt engin, og þeir læknar, sem að
þessum málum ætla sér sérstaklega að
vinna, þurfi að sérhæfa sig á því sviði.
Það var því fyrst og fremst af áhuga
á málefninu, án tillits til framtíðar-
starfa, að ég fór þess á leit við land-
lækni snemma árs 1969 að fá styrk
alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og
fyrirgreiðslu hennar til náms í Public
Health við einhvern þann skóla, sem
alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefði metið
hæfan til slíks.
Fyrirgreiðsla alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar var mjög vinsamleg. En
þrátt fyrir ábendingar mínar um, að ég
óskaði eftir að fara til náms við há-
skóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku,
þá komu þau svör frá alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni, að á þeim sviðum, sem
menntun væri sambærileg i Bandaríkj-
unum og Evrópu, þá veitti alþjóðaheil-
brigðisstofnunin ekki styrk til náms þar
vestra vegna köstnaðar. Það varð þvi
að ráði, að stofnunin útvegaði mér pláss
við háskólann í Bristol, þar sem um
árabil hefur verið veitt fræðsla á þess-
um sviðum, og auk þess lágu fyrir upp-
lýsingar um, að námsskrá þess háskóla
væri mjög nýtízkuleg og með því sniði,
sem alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
mælt með í sambandi við stjórnunar-
málefni og læknisfræði.
Á þessu stigi er rétt að geta þess, að
hugtök ruglast nokkuð oft, þegar verið
er að ræða um þessi fræði. Við hér töl-
um um heilbrigðisfræði og félagslega
læknisfræði og eigum þá við það, sem
Englendingar kalla Public Health og
Social Medicine. Þegar Norðurlanda-
menn ræða hinsvegar um Social Medi-
cin, þá eiga þeir við allt aðra hluti,
fyrst og fremst eiga þeir þar við félags-
lega fyrirgreiðslu samfélagsins í lækn-
ingaskyni. Þegar enskumælandi menn
ræða um Social Medicin, þá eiga þeir
hins vegar við nákvæmlega það sama
og þegar þeir ræða um Public Health.
Kosturinn við það að fá styrk al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er fyrst
og fremst fjárhagslegs eðlis en einnig