Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 57
LÆKNANEMINN 49 Frá útlöndum PÁLL SIGURÐSSON, læknir: Nám í heilbrigðisfrœði og félagslegri lœknisfrœði Ritnefnd Lœknanemans hefur farið þess á leit við mig, að ég skrifaði I blaðið stutta grein um námsfyrirkomu- lag í heilbrigðisfræði o g félagslegri læknisfræði (Public Health and Social Medicine), en veturinn 1969—1970 dvaldist ég við háskólann í Bristol og lærði þessi fræði til D. P. H. prófs (Diploma of Public Health) og lauk því prófi þar við háskólann sumarið 1970. Það er mér mikil ánægja að verða við þessari ósk Læknanemans, sem mér virðist sýna, að yngri læknar hafi á- huga á þessum þáttum læknisfræðinn- ar, sem svo mjög hafa orðið útundan hjá íslenzkum læknum fram að þessu. Inngangur Það virðist sérvizka 'og nokkuð út í hött, þegar menn, komnir á fimmtugs- aldur, sem hafa lokið sérnámi í ein- hverju fagi læknisfræðinnar, taka sig til og fara að læra nýja sérgrein án sérstakra tilefna. Ástæðan til þess að ég valdi þá leið, að læra heilbrigðisfræði og félagslega læknisfræði við háskóla, var sú, að enda þótt hægt sé að afla sér allrar þeirrar þekkingar með lestri bóka, sem lærist á einu háskólaári, þá gera það engir læknar við þær starfsaðstæður, sem ís- lenzkir læknar hafa nú. 1 starfi mínu sem tryggingayfirlæknir um 10 ára bil hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, að þekking lækna almennt á þeim fræðum, sem falla undir heil- brigðisfræði, félagslega læknisfræði og stjórnun, væri mjög takmörkuð, að ekki sé sagt engin, og þeir læknar, sem að þessum málum ætla sér sérstaklega að vinna, þurfi að sérhæfa sig á því sviði. Það var því fyrst og fremst af áhuga á málefninu, án tillits til framtíðar- starfa, að ég fór þess á leit við land- lækni snemma árs 1969 að fá styrk alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og fyrirgreiðslu hennar til náms í Public Health við einhvern þann skóla, sem alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefði metið hæfan til slíks. Fyrirgreiðsla alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar var mjög vinsamleg. En þrátt fyrir ábendingar mínar um, að ég óskaði eftir að fara til náms við há- skóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þá komu þau svör frá alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni, að á þeim sviðum, sem menntun væri sambærileg i Bandaríkj- unum og Evrópu, þá veitti alþjóðaheil- brigðisstofnunin ekki styrk til náms þar vestra vegna köstnaðar. Það varð þvi að ráði, að stofnunin útvegaði mér pláss við háskólann í Bristol, þar sem um árabil hefur verið veitt fræðsla á þess- um sviðum, og auk þess lágu fyrir upp- lýsingar um, að námsskrá þess háskóla væri mjög nýtízkuleg og með því sniði, sem alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með í sambandi við stjórnunar- málefni og læknisfræði. Á þessu stigi er rétt að geta þess, að hugtök ruglast nokkuð oft, þegar verið er að ræða um þessi fræði. Við hér töl- um um heilbrigðisfræði og félagslega læknisfræði og eigum þá við það, sem Englendingar kalla Public Health og Social Medicine. Þegar Norðurlanda- menn ræða hinsvegar um Social Medi- cin, þá eiga þeir við allt aðra hluti, fyrst og fremst eiga þeir þar við félags- lega fyrirgreiðslu samfélagsins í lækn- ingaskyni. Þegar enskumælandi menn ræða um Social Medicin, þá eiga þeir hins vegar við nákvæmlega það sama og þegar þeir ræða um Public Health. Kosturinn við það að fá styrk al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis en einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.