Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 75
LÆKNANEMINN 61 VALDIMAR HANSEN, læknir: Um svœfingar nýfœddra Ég ætla að greina frá því helzta, sem lýtur að svæfingum ungbarna. Fátt setur okkur svæfingarlækna í jafnmikinn vanda og nýfætt barn, e.t.v. fyrirburður, sem gera þarf aðgerð á eins fljótt og auðið er vegna meðfædds líkamsgalla. Þar við bætist, að sum barnanna hafa fleiri en einn sjúkdóm, sem gerir meðferðina örðugri og horfurnar tvísýnni. Þessir eru helztir með- fæddra sjúkdóma, sem kref jast að- gerða eins fljótt og hægt er: vélindislokun (atresia oesophagi) eða lokun neðar í meltingarvegi, svo sem lokun á skeifugörn og endaþarmi (atresia duodeni, atresia ani), þindarslit eða þindar- haull (hernia diaphragmatica), naflahaull (omphalocele), heila- og mænuhimnuhaull (myelomeningo- cele). Sumir þessara galla eru greindir um leið og barnið fæðist, en aðrir fljótlega á eftir. Aðalat- riðið er að fá börnin til aðgerðar strax, þegar ástand þeirra er þokkalegt og horfurnar oftast mjög viðunandi. Það, sem við þurfum fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir, þegar við svæfum lítið barn, er, hve bygging þess og starfsemi er ólík fullorðinna. Höfuð barnsins er stórt miðað við líkamann, háls- inn stuttur, brjóstkassinn lítill, öndunarvöðvar veikir og þindin hástæð. Efra barkaopið er ofar og framar en hjá fullvaxta fólki og barkalokið (epiglottis) er hlut- fallslega stærra, myndað að veru- legu leyti úr lausum bandvef, sem fljótt bólgnar upp við hnjask og getur fyllilega lokað öndunarveg- inum. Inntúbun (intubatio) er því oft erfið. Þrengsti hluti barkans er á móts við hringbrjóskið (carti- lago cricoidea). Einnig getur myndast bjúgur þar, sem hindrar öndun, annað hvort eftir harka- lega inntúbun eða vegna of stórr- ar túbu (endotracheal tubu). Blóðrauði nýfæddra barna er aukinn fyrst eftir fæðingu, en minnkar síðan hratt, þar til barn- ið nær 4ra til 5 mánaða aldri. Heildarblóðmagn nýfædds full- burða barns er um 260-300 ml og blóðþrýstingur þess er 80/60. Hita- dreifingu hjá nýfæddum börnum er mjög áfátt, þau kólna fljótt í svölu umhverfi og við innhellingu (infusio) kaldra vökva í æð, t.d, blóðs. Því er venjan að hita vel skurðstofur fyrir aðgerðir barna, og minnstu börnin eru jafnan lát- in liggja á hitadýnum eða hitapok- um á meðan á aðgerðinni stend- ur, og góð regla er að fylgjast með líkamshita þeirra. Tæki og áhöld, sem notuð eru við svæfingar ungbarna, eru hvorki flókin né margbrotin, enda kennir reynslan, að hið einfalda er oft hið örugga. Gæta verður þó þess, að hafa allt við hendina, sem líkur eru á, að þurfi að nota. Happadrýgst er ennfremur að temja sér ákveðna aðferð, sem vel hefur reynzt, í stað þess að vera ávallt að breyta til. Slíkt léttir starfið og skapar meira öryggi. Inntúbun (endotracheal intuba-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.