Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 22
20 LÆKNANEMINN GUNNAR SIGURÐSSON, læknir: Sjónuskemmdir í sykursýki (Retinopathia diabetica) Eftirfarandi greinarkorni er ætlað að vekja athygli á einum af alvarlegustu fylgikvillum sykur- sýkinnar og þeim ráðum, sem unnt er að beita gegn honum. Tíðni sjónuskemmda hefur vax- ið, eftir því sem æviskeið sykur- sjúkra hefur lengzt. Sjónuskemmd- ir eru nú fjórða algengasta orsök blindu í Bretlandi, þar sem 7% skráðrar blindu eru af þessum sök- um (1), en í Danmörku eru sam- bærilegar tölur 23% (2). Ekki er unnt að gefa tíðnitölur fyrir Island vegna ófullkominnar blindraskrán- ingar, en tilfellin eru ófá og hefur farið fjölgandi þar, en árið 1950 var enginn skráður blindur af völdum sykursýki á Islandi (3). I Bretlandi eru nú 2% sykursjúkra taldir blindir, þar af langflestir af völdum sjónuskemmda, sem er tí- föld tíðni blindu miðað við þjóð- ina í heild (4). Sjónuskemmdirnar eru aðallega bundnar við æðarnar, einkanlega háræðarnar. Æðahimnan (base- ment membrane) þykknar, jafnvel svo að valdi lokun á háræðum, en einnig verða frumubreytingar í æðaveggnum. Þessar breytingar eru svipaðar og verða annars stað- ar í háræðum líkamans, en micro- aneurisma og nýæðar myndast einungis í sjónunni og lithimnunni. Eftirfarandi tafla sýnir þær augn- botnabreytingar, sem greindar verða í sykursýki: Háræðar: Háræðalokun Microaneurisma Slagæðar: Æðaþrengsli og lokun Bláæðar: Útvíkkun Lykkjumyndanir Utan æðaveggjanna: Blæðingar Útfellingar „Cotton wool spots“ Bjúglopi (oedema) Nýæðamyndanir Örvefsmyndun (retinitis proliferans). Háræðalokun er venjulega fyrsta meinsemdin, sem greind verður. Hún verður ekki greind við venju- lega augnbotnaskoðun, en sést greinilega við augnbotnamynda- töku eftir að fluorescin hefur verið gefið í æð. Þessi rannsókn greinir því breytingar á frumstigi og er einnig mikilvægt tæki til að fylgj- ast með framþróun sjúkdómsins og meta gildi meðferðar (5). Microaneurisma eru oftast fyrstu sýnilegu breytingarnar við augnbotnaskoðun og jafnframt þær, sem mest eru einkennandi fyrir sykursýki. Microaneurisma eru sekklaga útvíkkanir í háræð- unum. Þau, sem eru meira en 30u í þverskurði, greinast með berum augum, en minni greinast einungis með fluorescinmyndatöku. Þau eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.