Læknaneminn - 01.10.1971, Page 26

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 26
LÆKNANEMINN 21, vera allmörg ár í flestum tilfellum. Síðustu árin hefur ný meðferð verið reynd, sem fólgin er í sér- stakri ljósbrennslu (photocoagula- tio) augnbotnanna. Eyðir hún ný- æðum og súrefnisskertum vef, sem álitinn er örva nýæðamyndun. Ljósbrennslunni hefur einkum ver- ið beitt á staðbundna nýæðamynd- un, sem ekki er útgengin frá sjón- taugardoppunni. Þessi meðferð minnkar einnig útfellingar. Hins- vegar hefur ekki enn sannazt, að hún bæti sjónina, og hefur hún því ekki ótvírætt sannað gildi sitt (12). Víðtækar rannsóknir fara nú fram á þessari meðferð, sem vissu- lega er minni aðgerð en eyðing heiladingulsins. Ljósbrennslan hef- ur sína annmarka, þar sem hún veldur blindublettum (scotomas), og því er ekki unnt að beita henni á mjög útbreiddar sjónuskemmdir né heldur á nýæðar nálægt sjón- taugardoppunni. 1 þessum tilfell- um gagnar eyðing heiladingulsins hinsvegar oft vel. Lækkun á blóðfitu hefur verið reynd á þeim grundvelli, að sumir hafa fundið fylgni með hækkaðri blóðfitu og sjónuskemmdum í syk- ursýki og jafnframt að útfelling- arnar eru að hluta til fita. Sýnt hefur verið fram á, að fæði, inni- haldandi kornolíu og Atromid-S, minnkar fituútfellingarnar, en bæta ekki sjónskerðingu þá, sem þessar útfellingar hafa þegar vald- ið (13, 14, 15). Hvort þessi með- ferð hindri á hinn bóginn myndun útfellinga og komi þannig í veg fyrir sjónskerðingu, hefur ekki enn verið leitt í ljós (4). Ýmislegt annað hefur verið reynt í meðferð sjónuskemmda, en án verulegs árangurs. Samantekt: Sjónuskemmdir af völdum sykursýki eru ein af al- gengustu orsökum blindu. Minnka má tíðni þessa fylgikvilla með mjög góðri sykursýkismeðferð, og stundum ganga skemmdirnar til baka við góða meðferð. Vakin er athygli á gildi augnbotnamynda- töku við eftirlit þessara sjúklinga, sem þyrfti því sem annarra sykur- sjúkra að vera í höndum sérstakr- ar sykursýkisdeildar. 1 rétt völd- um tilvikum getur heiladinguls- eyðing oft hjálpað. Ljósbrennsla augnbotnanna mun ef til vill hafa vaxandi gildi í meðferð vissra sjúklinga. Nokkur heilmildarit: 1) Sorsby, A. (1966): The incidence and causes of blindness in England and Wales 1948-1962. Rep. Pbl. Hlth. & Med. Subj. No: 114, H.M. S.O., London. 2) Vedel-Jensen, N. (1962): The causes of blindness in 1000 consecutive new members of the Danish Society for the blind. Dan. Med. Bull. 9, 185. 3) Björnsson, G. (1955): Prevalence and causes of blindness in Iceland. Amer. J. Ophth. 39, 202. 4) Caird, F. I. et al. (1969): Diabetes and the eye. Blackwell Scientific Publications. 5) Köhner, E. M. et Dollery, C. T. (1970): Fiuorescin angiography of the fundus in diabetic retinopathy. British Med. Bu!l. Vol. 26, No. 2. 6) Colwell, J. A. (1966): Effect of diabetic control on retinopathy. Diabetes, 15, 497-99. 7) Köhner, E. M. (1970): The vascular lesions of diabetic retinopathy. Thesis, London University. 8) Dollery, C. T. et al. (1965): Reversal of retinal vascular changes in dia- betes. Diabetes, 14, 121. 9) Poulsen, J. E. (1953): Recovery from retinopathy in a case of dia- betes with Simmonds disease. Dia- betes, 2, 7. 10) Joplin, G. F. et al. (1965): Pituitary ablation for diabetic retinopathy. Quart. J. Med. N. S. 34, 443. 11) Vascular complications of diabetes mellitus (1967). Mosby Company, Saint Louis. 12) Symposium on the treatment of diabetic retinopathy, Warrenton, Wirginia (1968). Public Health Service Publication No. 1890. U. S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.