Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 70

Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 70
58 LÆKNANEMINN að leita ráða um húsnæðisútvegun hjá kollegum búsettum í borginni. British Medical Association (BMA), sem er til húsa við Tavistock Square, W.C. 1 get- ur og stundum útvegað húsnæði eða vís- að á heppilegar leigumiðstöðvar. Ég kem þá að því, sem e.t.v. varðar mestu máli, en það er með hverjum hætti unnt er að komast að og komast leiðar sinnar í læknisfræðilegu sérnámi í Englandi. Það er hér einsog sVo víða annarsstaðar, að um gilda vissar regl- ur. Sumar þeirra eru skráðar og verður að hafa í heiðri, en óskráðu lögmálin eru miklu fleiri og ráða mun meiru um, hversu tekst um framvindu mála. Sann- indin skal ég rekja og gefa svo heilræði sem ég bezt kann. Rétt er fyrst af öllu að láta skrá sig hjá General Medical Council, sem er til húsa í Hallam Street, W. 1. Ráðið kynn- ir sér þá námsferil og gerir fyrirspurn- ir eftir þvi sem þurfa þykir. Menn skulu hafa afrit prófskírteinis (embættisprófs) í enskri þýðingu. Timabundna skrán- ingu fá menn hinsvegar ekki nema þeir hafi verið ráðnir í stöður. Timabundin skráning er framlengd í 5 ár, en eftir það verður að taka enskt læknispróf til þess að fá framlengingu á læknisleyfi. Atvinnuleyfi þurfa menn ekki að hafa fyrr en staða er fengin, og er þá slíkt leyfi veitt umtölulaust og dvöl í land- inu framlengd I samræmi við stöðuna. General Medical Council viðurkennir læknispróf frá Háskóla íslands til tíma- bundinnar skráningar, en Registrarstöðu í Englandi geta útlendingar ekki vænzt nema fjögu.r ár séu liðin frá embættis- isprófi og til komi samfelld þjálfun í lægri stöðum. M.t.t. þeirrar ,,sjálfstæðis“stefnu, sem ríkt hefur um sérnám íslenzkra lækna, hefur nánast ekki verið um annað að ræða hvað sérnám snertir í Englandi en að fara út, fletta upp The Lancet og British Medical Journal og sækja um stöður eftir því sem þar segir. Ómaks- ins er ekki vert að sækja um stöður héð- an að heiman þó ekki væri nema vegna þess, að sjúkrahúsin verða að greiða ferðakostnað þeirra, sem boðaðir eru til viðtals, hvort sem þeir eru ráðnir eða ekki. Því miður geta menn tæplega búizt við meiru eftir þessarri aðferð en að komast að sem H.O. eða S.H.O. á sjúkra- húsum undir meðallagi, ef menn þá kom- ast að yfirleitt. Auðvitað skyldu menn ekki sækja um stöður á sjúkrahúsum, sem ekki veita viðurkennda post-gradu- ate menntun, enda er þá venjulega komið langt út fyrir meðalrammann. Einsog ég sagði strax í upphafi skyldu menn raunar ekki leita sérmenntunar sinnar i Englandi nema á beztu stofn- unum, þótt ekki beri hinu að neita, að hvar svosom menn hljóta ráðningu myndu þeir komast í kynni við enska lækna og þar með hafa betri möguleika við umsókn um næstu stöðu, en trygging fyrir áframhaldi á jöfnum stað — og þvi síður á betri — er engin og þá enn síður í rökréttu áframhaldi til sérfræði- viðurkenningar eftir Islenzkri reglugerð. Heilræði er hér fá hægt að gefa. Með margnefndum góðum stofnunum á ég þó við sjúkrahús læknaskólanna og bezt þekktu postgraduate sjúkrahúsin, sem annaðhvort eru deildaskipt eins og t.d. The Hospital for Sick Children í Great Ormond Street og The Hammersmith Hospital eða sérgreinasjúkrahús eins og The National Hospital for Nervous Dise- ases í Queen Square, hin mikla Mekka neurologíunnar að fornu og nýju, þar sem undirritaður stundaði sérnám sitt, en aðrar sérgreinar eiga einnig sinar ágætu stofnanir. Þótt góð sjúkrahús finnist utan þessara, skyldi fyrst og fremst á þær leitað, enda ætti við veit- ingu sérfræðiréttinda að taka mið af at- riðum öðrum en útfylltu tímaskema ein- vörðungu. Nú er það svo, að á sjúkra- hús læknaskólanna er erfitt að komast vegna þess, að þau útskrifa stúdenta fleiri en stöður eru fyrir, en stúdentar hvers um sig ganga að sjálfsögðu fyrir um stöður þar, þó ekki væri nema til þess að ljúka nauðsynlegri pbst-gradu- ate þjálfun. Á hin sjúkrahúsin er auð- veldara að komast, en ekki er þó nægj- anlegt þar til að vera afkomandi vík- inganna og hafa lesið allar Islendinga- sögurnar. Það er mikilvægt útlending- um að vita nákvæmlega til hvers þeir eru komnir til landsins, hafa ljósa áætl- un um það, er þeir vilja öðlast og á- kveðnar framtíðaráætlanir. Enskir kon- sultantar gera allt, sem þeir geta til þess að koma sínum mönnum áfram. Þeir meta dugnað, skynsamleg vinnu- brögð og mannleg viðhorf til jafns við hin faglegu við úrlausnir viðfangsefn- anna. Þeir eru vakandi fyrir þvi, að góðir menn komizt áfram og fái starfs- aðstöðu, þannig, að ekkert það glatist, er ella gæti að nokkru gagni komið. 1 þeirra augum kemur ekki maður í manns stað í bókhaldslegum skilningi einum saman. Það eru þvi til m.a. akademísk- ar stöður auk hinna auglýstu, sem gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.