Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 27
LÆKNANEMINN
25
Svíþjóöarfarar
Blaðið frétti af góðum árangri læknanemanna, sem fóru
utan til Svíþjóðar og hófu nám i læknisfræði þar, eftir að hafa
glímt við upphafsprófin hér, m.a. hin frægu janúarpróf 1970. Flestir
þeirra dvöldu I Svíþjóð í sumar við vinnu, en nokkur unnu hér
heima, og urðu tvö þeirra, Guðlaug Jóhannsdóttir, GJ, og Friðfinn-
ur Sigurðsson, FS, fúslega viö beiðni okkar, ET, GG, ÞB, ÓGB,
um að segja fréttir af dvöl sinni fyrsta veturinn úti.
ÞB: Hvað eruð þið mörg í Sví-
þjóð og í hvaða borgum?
FS: Við erum átta, þrír í Stokk-
hólmi, tveir í Gautaborg og Umeá,
og Guðlaug er í Lundi.
ÓGB: Þið byrjuðuð haustið
1970. Vitið þið um aðra Islendinga
í almennu læknisnámi í Svíþjóð?
FS og GJ: Nei.
ÓGB: Hversu mörg voruð þið,
sem sóttuð um nám þarna þetta
haust ?
GJ: Við vorum níu, sá níundi
hætti við að fara, hélt áfram hér.
ET: . . . já, hann er í krufning-
um í Glasgow núna . . .
GG: Þið voruð búin að þreifa
fyrir ykkur annars staðar?
GJ: Já, við sóttum öll um í
Þýzkalandi líka, fengum jákvæð
svör frá sumum stöðum þar, en
bara svo seint, að það kom ekki
til greina. Einnig sótti ég um í
Government Printing Office, Wash-
ington.
13) King, R. C. et al. (1963). Exudative
diabetic retinopathy: spontaneous
ehanges and effect of a corn oil
diet. Brit. J. Ophth. 47, 666.
14) Duncan et al. (1968): A three year
trial of Atromid therapy in exuda-
tive retinopathy. Diabetes, 17, 458.
15) Harrold et al. (1968): Diabetes 18,
285.
Danmörku, en þeir sögðust enga
útlendinga taka þetta árið í Kaup-
mannahöfn og Árósum.
ÓGB: í Árósum þekkjum við
a.m.k. tvo íslendinga í læknisfræði,
Guðmund Harrí Guðmundsson og
Jósep Blöndal...
ÞB: Ef við tökum þetta nám hjá
þér, Friðfinnur, þetta er við Stokk-
hólmsháskóla ?
FS: Þetta er við læknaskóla
Karolinska Institutet.
ÞB: Hve margir hófu nám þarna
í haust, og hvernig gekk þeim?
FS: Það byrjuðu 168 og um 160
luku prófi.
ÞB: Er engin sía, eða kemur hún
seinna í náminu?
ÓGB: Er það ekki stúdentspróf-
ið?
GJ: Já, nú eingöngu stúdents-
prófið, en þar til í vetur var margt
annað nám í háskóla einnig tekið
til greina við inngöngu og þetta
metið í ákveðnum stigum, en nú
hefur það verið afnumið.
ÓGB: Og hversu hátt þarf stú-
dentsprófið að vera?
FS: Ég held, að það sé um
ágætiseinkunn.
ET: Hvernig gekk veturinn fyr-
ir sig?
FS: Strax um haustið hófst
kennsla í histologiu, byrjað var al-