Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN 37 JÓHANN GUÐMUNDSSON, læknir: BAKVERKIR Hryggnum má líkja við beygjan- legan stofn, uppbyggðan af hryggjarliðunum og þannig sam- settan, að hann myndar hreyfan- legt kerfi. Hreyfingarmynztur þessa kerfis er uppbyggt á þann hátt, að það geti þjónað markmiði sínu, sem er fyrst og fremst að vera aðaluppistaðan líkamans og vernda mænuna. Stöðugleiki þessa stofns ákvarðast af samsetningu hans með liðböndum og vöðvum. Samspil þeirra stjórnast af röð taugastöðva. Bilun á einhverjum hluta þessa kerfis gefur sig til kynna sem verkur, sem er stað- bundinn í bakinu eða leiðir út í um- hverfið. Þannig getur t.d. verkur frá hálsliðum leitt upp í höfuð, út í axlir eða handleggi. Verkur frá brjóstliðum leiðir fram eða út í brjóstkassa og verkur frá mjóbaki niður í fótleggi. Tíðni Verkir í hryggnum, einkum mjó- hrygg, eru meðal algengustu kvilla, sem almennur læknir fæst við. Miklar rannsóknir á tíðni slíkra verkja sýna, að 70-80% fólks á aldrinum 20-55 ára fái þá ein- hverntíma á þessum aldri og þeir séu algengastir á aldrinum 40-50 ára. Einnig að þeir séu u.þ.b. jafn algengir meðal þeirra, sem stunda erfiðisvinnu og þeirra, er stunda létt störf. Þetta virðist í fljótu bragði ekki rökrétt, því álit flestra er, að erfiðisvinnufólk hljóti að fá verki í hrygginn miklu oftar. Hins vegar sýna rannsóknir hið fyrr- nefnda, og er það einnig reynsla orthopeda. Aftur á móti verða þeir, sem erfiðisvinnu stunda, fyrir meira vinnutapi en hinir. (1) (2) (3) (4). Vel er kunnugt, að verkir í baki byrja skyndilega eða eru hægfara, einnig að þeir fyrrnefndu geta varað mismunandi lengi, talið í klukkustundum, dögum eða vikum, og að mjög algengt er, að þannig verkir komi aftur og aftur með lengra eða skemmra millibili. Talið er, að 95% þeirra, er fá þannig verki í mjóhrygg, verði góðir aft- ur. En vegna hinnar miklu tíðni, verða þeir margir, er ekki losna við þá. Hópur sá er því á mörgum vinnustöðum vandamál, því vinnu- tap er oft tilfinnanlega mikið yfir lengri eða skemmri tíma. Af þessu leiðir, að þetta fólk verður ekki ósjaldan að leita nýrrar vinnu. Þessu til sönnunar eru til ótal skýrslur, ritgerðir og bækur. Terminologia Fyrsta sjúkdómsgreiningin á bakverk er venjulega symtomat- isk, þ.e. sem einkenni. Staðsetning verkjarins eða upptök ráða, hvaða nafn einkennið fær. Ríkuleg nafna- flóra hefur byggzt upp um þessi einkenni. Beinasérfræðingar (orthopedar)hafaþó reyntað kom- ast af með sem fæst heiti. Hvort notuð sé um verki í eða frá háls- liðum nuchalgia, cervicalgia, syn- droma cervico - cranialis, syn- droma cervico - brachialis eða rhiz- opathia cervicalis, skiptir sennilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.