Læknaneminn - 01.10.1971, Side 69

Læknaneminn - 01.10.1971, Side 69
LÆKNANEMINN 57 Kennsla er mikil á góðum enskum sjúkrahúsum. Englendingum virðist þetta í blóð börið. Kennslan er marg- vísleg. Kennsluprógramm er i gangi all- an ársins hring. Enda þótt yngri læknar séu yfirleitt nemendur, taka þeir tiltölu- lega fljótt þátt í þessu sem leiöbeinend- ur og er það mikil reynsla. Á deildun- um segir hver öðrum til og menn skipt- ast á um að lesa sér til um einstök til- felli og taka síðan til umræðu. Konsult- antinn kennir og reglulega sínum mönn- um og raunar er það meira og minna alltaf. Hver deild leggur og starfsliði sínu reglulega ákveðin rannsóknarefni í hendur undir leiðsögn konsultantsins. Menn munu fljótt finna, að hvergi stendur veggur milli manna, þótt mis- háum stöðum gegni. Hinir ungu resi- dentar hafa alltaf registrar og senior registrar til taks á nóttu og degi. Sjálf- ur konsultantinn virðist nálægur allan ársins hring, nætur og daga, hvernig í ósköpunum sem það má nú vera. Ég verð að láta þetta nægja til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd. Því skyldi helzt bætt við, að enda þótt enskir virðist fara sér hægt, liggur mik- ið starf eftir hvern og einn hvern dag. Mun flestum okkar finnast nær ógern- ingur að komast yfir ætlað dagsverk fyrst í stað, en við lærum að vinna auk annars. Menn skynja strax, hvert er þeirra verksvið eftir stöðu strax í upp- hafi og hvað þeim ber að hafa í röð og reglu. Starfsandinn er góður og starfsgleðin mikil, e.t.v. forsenda hvors annars. Menn bregðast við fljótt og vel og koma ekki af sér starfi. Mér fannst oft, að enskir kollegar stunduðu ekki aðeins lækningar af trúverðugheitum heldur legðu og metnað sinn í að efla með öllum ráðum stétt okkar faglega og skynja í því sambandi nauðsyn hvers annars. Þa.ð gerir þetta mál e.t.v. allt auðveldara fyrir hinn enska kon- sultant, að honum er öll umgengni við hina óæðri eðlileg, þar eð hann þarfn- ast ekki titla eða geislabauga til að ágæti hans fari ekki framhjá mönnum. Hjá slíkum mönnum er heiður og á- nægja að vinna og afraksturinn marg- faldur á við erfiðið. Ég vildi þá næst ræða um kostnaðinn við að búa í Englandi og þá fyrst og fremst í London. Það skal tekið fram strax, að mun ódýrara er að búa úti á landsbyggðinni, og auðvitað eru þar víða góðar stofnanir, en þær þekki ég lítt nema að nafni til, þar sem ég stund- aði nám mitt einvörðungu í London. Fyr- ir einhleypan mann er tiltölulega einfalt að komast af í London, en hann getur reiknað með að þurfa um £ 20.00 á viku í brýnustu nauðsynjar. Komist hann í resident stöðu, getur hann búið inni á sjúkrahúsinu og verður reyndar að gera það og greiðir fyrir það mjög svo vægt gjald og á að geta komizt af vel. Hins- vegar er málið allt erfiðara fyrir fjöl- skyidumann, Og reikna má yfirleitt með, að flestir kollegar hér séu kvæntir og með 1-2 börn. Sjúkrahúsin útvega ekki húsnæði. Þess verða menn að leita sjálf- ir, og er hér við margvíslega erfiðleika að etja. Séu menn í stöðum á mörgum sjúkrahúsum getur verið langt á milli þeirra og það húsnæði, sem liggur vel við einu getur verið í órafjarlægð frá öðru og ferðalög eru tímafrek og dýr. Húsnæðið sjálft er misjafnt, en þó flest heldur betra en af er látið. Rétt er að kynna sér, að það hafi kyndingu og rennandi heitt vatn. Án þessa er erfitt að vera. Húsnæði er misdýrt eftir hverf- um og fjarlægð frá West End, en erfitt mun vera að fá 2ja svefnherbergja hús- næði mikið undir £ 12.00 á viku, flest reyndar miklu dýrara, og er þá átt við húsnæði með húsgögnum, sem oft eru ekki upp á marga fiska, þótt segja megi að dugi til síns brúks. Húsnæði án hús- gagna er ögn ódýrara, en slíkt húsnæði er algjörlega tómt, og fylgir því tals- verður stofnkostnaðux-, sem aldrei fæst til baka nema að nokkru leyti. Auk þess verður yfirleitt að taka húsnæði af þessu tagi til lengri tíma, sem getur komið sér misvel. Hagkvæmast er aug- ljóslega að kaupa sér húsnæði, en borg- ar sig þó tæplega nema a.m.k. 2-3 ára dvöl í landinu sé tryggð, og um það vita fæstir 1 upphafi. Lán eru góð, en yfir- leitt er krafist vinnu I landinu 'og lán- að sem svarar 2% sinnum upphæð árs- launa þó ekki umfram 90% af kaupverði húsnæðisins. Hafi menn hinsvegar hand- bært allt að 50% kaupverðs fæst venju- lega lán fyrir afganginum, jafnvel þótt menn hafi ekki fengið launaða vinnu í landinu. Skikkanlegt og nægjanlega stórt húsnæði er yfirleitt ekki á boð- stólum nú fyrir minna en £ 7000.00. Urm- ull er af leigumiðstöðvum í London og taka þær nokkra þóknun fyrir að út- vega húsnæði. Allt þetta mál er erfitt, því yfirleitt er eitthvað að flestu því húsnæði, sem til boða stendur, ef ekki það sjálft, þá staðsetning þess, eða lengd og önnur atriði leiguskilmálans. 1 upp- hafi óhjákvæmilega tímafrekt amstur. Eg vil benda á, að hagstætt getur verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.