Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 105
LÆKNANEMINN
85
ábending- um, að hrista þurfi rækilega
upp í klinísku kennslunni, skipuleggja
hana betur, auka gæði hennar og nýta
til hennar fleiri sérfræðinga og sjúkra-
deildir á Reykjavíkursvæðinu. Þó ber
hins vegar að gæta vel þeirrar tilhneig-
ingar, að nýjum kennaraembættum og
námsgreinum í læknadeild hafa yfirleitt
fylgt fleiri kennslustundir og aukin
undirbúningsvinna nemenda. Kennslu-
nefnd deildarinnar á nú að stýra því,
að álag á nemendur í hverjum árgangi
fari ekki úr hófi fram. En niðurskurð-
ur námsgreina og endurskipulagning er
vandasamt og viðkvæmt mál, og ber að
vinna slík verk af hlutlægni og fullri
yfirsýn yfir heildarnámið í deildinni.
Nýju námsgreinarnar voru hugsaðar til
auðveldunar læknisnáms fremur en við-
bót við það. Gæta verður þess að falla
ekki í sömu gryfju með þær og sumar
eldri greinarnar, fara nú ekki að kenna
t.d. ónæmisfræði, eðlisfræði, sálfræði,
erfðafræði og tölfræði sem sjálfstæðar,
óháðar greinar, heldur taka mið af not-
um þeirra fyrir aðra hluta læknisnáms-
ins, talast við og tengja milli greina.
1 september s.l. var á vegum lækna-
félaganna haldið í Norræna Húsinu og
Domus Medica námskeið í læknisfræði-
legum rannsóknaraðferðum og tölfræði.
Stóð það í fjóra daga. Kennarar voru
fjórir danskir læknar undir forystu
Povls Riis, yfirlæknis, sem m.a. á sæti
í rannsóknarráði Dana, er formaður
norrænnar samvinnunefndar um lækn-
isfræðilegar rannsóknir og ritstjóri
Ugeskrift for læger. Þetta eru allt
fremur ungir menn, sem sérhæft hafa
sig á þeim sviðum tölfræði, sem þarf
til áætlanagerða, úrvinnslu og upp-
gjörs á læknisfræðilegu rannsóknaefni.
Þeir fjölluðu einnig á námskeiðinu um
vanda sjúkdómsgreiningar og sjúkdóma-
flokkunar. Þótt kennsla stæði átta tima
á dag og undirbúningur flestra nemenda
væri lítill, þá hélzt athyglin vakandi
vegna líflegrar og áhugavekjandi fram-
setningar kennaranna. Læknadeild H.I.
hefði átt að hafa meiri not af þessari
heimsókn en raun varð á, en við vorum
þarna tveir stúdentar og fáeinir auka-
kennarar. Þetta var hröð yfirferð yfir
það námsefni í þessum fræðum, sem
heima á í læknakennslu. Eftirspurn er
miltil í Danmörku eftir námskeiðum
þessara manna, en þeir halda þar árlega
um fjögur námskeið, hvert fyrir 20—30
lækna. Sögðust þeir ná hér til stærri
hluta læknastéttar landsins en þeir gætu
nokkurntíma vænzt í Danmörku. Hvat-
inn til starfs þessa kennarahóps var m.
a. sá fjöldi ógildra niðurstaöa og óleyfi-
legra ályktana, sem birtust í aðsendum
greinum til læknisfræðitímarita. Und-
anfarin ár hefur ritskoðun i þessum
efnam orðið mun strangari en áður, og
veitti víst ekki af. Sem dæmi má nefna,
að athugun á tæplega 300 greinum, birt-
um í tíu velmetnum bandarískum lækna-
blöðum fyrsta ársfjóröung ársins 1966,
leiddi í ljós, að aðeins 27,5% af 149
skýrslum, sem ekki fjölluðu um einstök
tilfelli, voru tölfræðilega gildar. I hin-
um voru alls 253 villur, sem hver um
sig gat valdið því, að lokaályktunin
varð ekki leidd rökrétt af rannsóknar-
niðurstöðum og uppsetningu viðfangs-
efnis (Scor, S. og Karten, I.: J.A.M.A.
1966:195:1123). Vonandi er læknum ó-
hættara nú en áður að halda þekkingu
sinni við með lestri tímaritsgreina í frí-
stundunum (!).
Utanríkisviðskipti Félags læknanema
hafa verið með líflegasta móti síðustu
misserin. Vetrarþing Alþjóðasamtaka
læknanema (IFMSA) í Reykjavík um
siðustu áramót þótti takast vel, og mark-
ar það timamót í sögu F.L. Formaður
félagsins sótti ársþing samtakanna í
París í ágúst í sumar og mun segja frá
því síðar. Skýrsla mun birtast í næsta
Læknanema um stúdentaskipti á árinu.
Margt er tiðinda af norrænum vett-
vangi. Ingimundur, fyrrum stjórnar-
maður okkar í Norræna læknanemaráð-
inu (NMR), fór til Stokkhólms í vor á
ráðstefnu um sócialmedisín, en á eftir
að skila skýrslu (eins og fleiri). Jörgen
Nystrup, læknanemi frá Árósum, heim-
sótti okkur i fjóra daga seinnihluta
ágústmánaðar. Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri NMR um tveggja ára
skeið, en lét af þeim störfum nú í októ-
ber. Hér ræddi hann við ýmsa meiri
háttar menn í hópi læknanema, í lækna-
deild og heilbrigðisstjórn. Mest um-
gekkst hann hina hrumustu úr hópi ís-
lenzkra læknanema og þá af þeim beina.
Athygli Jörgens beindist einkum að
frjálsri inngöngu i Læknadeild H.í. og
skýrslu Davíðs deildarforseta og Ottós
tölfræðings um afdrif stúdenta í deild-
inni miðað við stúdentsprófseinkunn,
skóla og kyn. Einnig vöktu athygli hans
persónuleikaprófin á íslenzkum lækna-
stúdentum í febrúar 1970, áætlanir
heilbrigðisstjórnarinnar um læknisskip-
an í dreifbýlinu og rannsóknir próf.
Tómasar Helgasonar á geðsjúkdómum
á íslandi. Við gerum okkur ekki alltaf