Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 33
LÆKNANEMINN
29
engageruð", og hún fékk heldur
slæma dóma.
ÞB: Er mikið um hass í Svíþjóð ?
GJ: Ekki í Lundi, var a.m.k.
ekki vör við það í skólanum.
FS: Ég held, að það sé geysi-
mikið um eiturlyf í Stokkhólmi,
„niðri í bæ“ eins og sagt er og í
neðanjarðarlestinni, einnig halda
þeir sig mikið fyrir utan nýja
þinghúsið.
ÓGB: Hvað um áhugamálin að
öðru leyti?
ÞB: Fyllerí og skemmta sér eins
og gengur og gerist?
FS: Já, þeir skemmta sér tals-
vert mikið.
ET: En þola þeir nokkra
drykkju ?
GJ: Þeir drekka ekki á sama
máta.
ET: Ganga engar sögur af ykk-
ur?
FS: Ja, Svíar fengust ekki til að
koma á böll hjá íslendingafélag-
inu . . .
ET: . . . fengust ekki ?
FS: ... já, vegna þess að þeir
sögðu, að þar væri enginn uppi-
standandi.. .
ÞB: Já, það er einmitt það . . .
nú verð ég víst að fara, því ég er
á vakt, ég þakka ykkur fyrir (Þor-
steinn stendur upp og fer).
ET: Mér er sagt, að hjá verk-
fræðingum þarna úti í Svíþjóð, þá
séu alltaf biðraðir af Svíum til
þess að komast inn á íslendinga-
fyllerí, og svo er mér sagt, að Sví-
arnir deyi klukkan eitt, en klukk-
an sex til sjö fari íslendingarnir
að tala um, að nú sé bezt að fara
að hætta.
ÓGB: Höfðuð þið eitthvað af
SlNE að segja?
GJ: Það var haldinn einn fund-
ur hjá okkur, sem ég man eftir.
FS: Já, ég mætti einnig á einn
fund í Stokkhólmi.
GG: Hvað rædduð þið?
GJ: Lánamál aðallega.
FS: Já, einnig höfðum við dá-
lítið af þeim að segja vegna okkar
eigin lána. Upphaflega átti ekki
að veita okkur lán úr LlN, vegna
þess að þetta væri nám, sem hægt
væri að nema hér heima. SlNE
ætlaði að fara að taka málið upp
fyrir okkur, þegar það leystist
okkur í hag.
GG: Kostnaðurinn í vetur?
GJ: Bókakostnaðurinn hjá mér
var um 900 kr. sænskar, ég greiddi
um 200 kr. sænskar á mánuði í
húsaleigu, en það þótti sérstaklega
ódýrt, ég bjó á garði, sem verið
var að byggja, margt óklárað, og
húsaleigan á að hækka, þegar
garðinum er lokið. Ég hef stórt
herbergi með baði, en við, sem
bjuggum á sama gangi, höfðum
sameiginlegt eldhús og löguðum
mat í félagi.
FS: Húsaleiga hjá mér var 463
kr. sænskar á mánuði á alveg nýj-
um garði, ég leigði tvö herbergi og
eldhús, eldaði allan mat sjálfur.
GG: Hvað fenguð þið mikið frá
lánasjóðnum ?
GJ: Ég fékk 85 þúsund ásamt
ferðastyrk.
FS: Tilsvarandi hjá mér var um
90 þúsund, það er talið eitthvað
dýrara að lifa í Stokkhólmi, og ég
held, að ég hafi þurft að bæta
sjálfur a.m.k. annarri eins upp-
hæð við, svo að kostnaðurinn í vet-
ur nálgaðist 200 þúsund.
ET: Ég ætlaði alltaf að spyrja
um það að lokum . . . var gaman í
Svíþjóð ?
FS: Já, og forsetinn lyfti svo-
lítið upp á lífið þarna í vor, hann
hélt boð fyrir Islendinga í Stokk-
hólmi og veitti vel.
GG: Eruð þið ánægð með ykkar
hlutskipti ?
GJ: Ég held, að enginn sjái eftir