Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 96
78
LÆKNANEMINN
Prófessorinn skrapp hingað í vor og
lagði fram kennsluáætlun, sem var sam-
þykkt 24. júni s.l. Er vart ofmælt, að
áætlunin beri nokkurn blæ fljótaskrift-
ar. Að öllu þessu athuguðu má því bú-
ast við fjörugum frímínútna- og kaffi-
stofuumræðum 1. árs manna í vetur. 1
vetur verður í fyrsta sinn reynt að við-
hafa lárétta samhæfingu í kennslunni,
og eru það kennarar í lífefna-, lífeðlis-
og liffærafræði, sem ríða á vaðið. Lengi
hefur skortur á samhæfingu verið slæm-
ur galli á kennslukerfinu, 'og verður
vonandi framhald á samhæfingarstefn-
unni.
Á vegum kennslunefndar deildarinn-
ar hefur í sumar starfað undirnefnd,
sem hefur það meginverkefni að endur-
skoða núgildandi kennsluhætti og gera
tillögur til úrbóta. Fyrstu tillögurnar,
sem þessi nefnd sendi frá sér, fjölluðu
um haustpróf. Afgreiðsla þeirra varð
nokkuð söguleg, en það er rakið annars
staðar í blaðinu.
I sumar var í fyrsta sinn haldið sér-
stakt námskeið fyrir máladeildarmenn
til undirbúnings fyrir 1. árs námið. Var
þetta gert m.a. til að hægara væri að
dreifa 1. árs pensúminu á allan vetur-
inn, en í fyrra var yfir því kvartað,
að ekkert hefði verið að gera fyrir jól,
en óhófleg pressa eftir jól. Óvíst er,
hvort téðar ráðstafanir breyti miklu
hér um, er hætt við, að hin nýju nóv-
emberpróf leggist það þungt á menn,
að þeir megi ekki öðru sinna en efna-
fræði og eðlisfræði fram yfir áramót.
Er einkennilegt, að með tilkomu fleiri
kennslugreina á 1. ári en áður var,
skuli efnafræðin enn sem fyrr vera að-
alhindrunin í læknisfræðináminu. Vakn-
ar óneitanlega sú spurning, hvort í
þessu felist rétt mat á mikilvægi efna-
fræðináms fyrir læknisefnið.
I sambandi við störf téðar undir-
nefndar kennslumálanefndar, er rétt að
geta þess, að reynt var í vor að fara
í smiðju stúdenta Og kennara varðandi
úrbótatillögur um kennsluhætti. Hafa
undirtektir beggja verið daufar. Hefur
mjög borið á því sjónarmiði hjá kenn-
urum, að þar sem nýja reglugerðin sé
rétt að komast í gagnið, sé rétt að sjá
til í nokkur ár, áður en farið er að
hugsa fyrir breytingum á ný.
Það stendur starfi kennslumálanefnd-
ar nokkuð fyrir þrifum, hve illa vald-
svið hennar er skýrgreint, svo og hve
illa er kveðið á um verkaskiptingu milli
deildarráðs og kennslunefndar. Er
reyndar ljóst, að endurskoða þarf alla
stjórn deildarinnar, og verður væntan-
legt framkvæmdastjóraembætti stimulus
til þess. Ekki háir það kennslunefnd
síður, hve stór hún er, 5 manna nefnd,
skipuð 2 stúdentum og 2 kennurum,
væri mun starfhæfari eining.
Eitt af næstu verkefnum kennslu-
nefndar F.L. verður að gera úttekt og
gagnrýni ásamt tillögum til endurbóta
á öllum námsstigum. Verða til þess
fengnir 2—3 stúdentar úr hverjum próf-
hópi, gögnum síðan safnað saman og
úrvinnsla send til allra kennara deildar-
innar og/eða birt. Er ætlunin, að þetta
verði eftirleiðis fastur liður í starfi
nefndarinnar. Þá hyggst nefndin stofna
til nokkuð víðtækra umræðna um próf
almennt og úrvai úr stúdentahópum.
Verður væntanlega úr þessu einhver
útgáfa.
Þátttaka læknanema í alþjóðastarfi
um kennslumál hefur verið lítil, en 2
læknanemar fóru þó á þing í Osló nú
í byrjun bktóbers, þar sem fjallað var
um efnið „selectionsproblem inom
lakarutbildningen." I nóvember munu
aðrir 2 fara til Gautaborgar og sitja
ráðstefnu um kennslu í preklínískum
greinum.
Okt. ’71
Hallgi'ímiir Beneiliktsson.