Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 14
LÆKNANEMINN
u
bólu eru varicellae bullosae og
varicellae gangrenosae.
Aðalfylgikvillar eru ígerð í út-
brotum. Stundum veldur veiran
pneumonitis. Meningoencephalitis
getur einnig komið fyrir. Þetta er
sjaldgæf komplikation. Við könn-
un, er ég gerði 1967, var áætluð
tíðni um 1:3000-4000. Dánartíðni
er um 10%.
Greining á varicellae er oftast
auðveld. Aðalvandamálið er að
greina varicellae frá variola. Það,
sem einkennir variola, er eftirfar-
andi: TJtbrotin við variola eru
þáttari á handleggjum og fótum
en á bol. Þau eru yfirleitt öll á
sama þróunarstigi. Þau geta kom-
ið á lófa og iljar. Bólurnar við
variola eru fastar viðkomu, springa
ekki við þrýsting. Hver blaðra er
hólfuð sundur í mörg holrúm, við
ástungu tæmist því aðeins lítill
hluti innihaldsins.
Microbiologiskar greiningarað-
ferðir eru: a) ræktun á veiru úr
blóði, blöðruinnihaldi eða hrúðri.
b) notkun „fluoricerandi antibody
tækni“, sem getur sýnt fram á anti-
genið, c) hemagglutinationsinhibi-
tions próf og Iromplementbindi-
próf. Þau tvö síðastnefndu eru þó
gagnsiítil, ef viðkomandi hefur
verið bólusettur.
Ristill (herpes zoster)
Ristill eða herpes zoster orsak-
ast af sömu veiru og hlaupabóla.
Hlaupabóla kemur einkum fyrir
innan tvítugs — ristill eftir þann
aldur. Ristill hjá börnum getur
smitað fullorðna og veldur þá oft-
ast hlaupabólu. Einnig getur
hlaupabóla hjá börnum valdið
ristli hjá fullorðnum. Sjúkdómarn-
ir geta komið samtímis hjá sömu
sjúklingum. Hlaupabóla skilur
ekki eftir ónæmi gagnvart ristli.
Oftast hafa verið skráð 50-100
Mynd 6.
Ristill.
tilfelli af ristli árlega hérlendis.
Sjúkdómarnir byrja oft með stað-
bundnum verkjum, og eftir nokkra
daga koma útbrotin (sjá mynd 6
og 7). Útbrotin fylgja útbreiðslu
tauga, er liggja frá ganglíum og
aftari taugarót og koma því alltaf
öðru megin á líkamann, byrja á
miðlínu að aftan og enda við mið-
línu að framan.
Greining er yfirleitt auðveld af
útlitinu einu saman.
Roseola infantum (exanthema
suhitum)
Þetta er nokkuð algengur sjúk-
dómur hjá smábörnum (%-3 ára),
sem einkennist af skyndilegri hita-
hækkun (39-40), vægum kvefein-
kennum í 3-5 daga, síðan fellur
hiti skyndilega, og um leið koma
útbrot, ljósrauðir, dálítið upp-
hækkaðir flekkir, sérstaklega á
bol. Útbrotin hverfa eftir 1-3 daga.
Orsökin er sennilega veira. Sjúk-
dómsgreining byggist á klinik. 1