Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 43
LÆKNANEMINN
37
JÓHANN GUÐMUNDSSON, læknir:
BAKVERKIR
Hryggnum má líkja við beygjan-
legan stofn, uppbyggðan af
hryggjarliðunum og þannig sam-
settan, að hann myndar hreyfan-
legt kerfi. Hreyfingarmynztur
þessa kerfis er uppbyggt á þann
hátt, að það geti þjónað markmiði
sínu, sem er fyrst og fremst að
vera aðaluppistaðan líkamans og
vernda mænuna. Stöðugleiki þessa
stofns ákvarðast af samsetningu
hans með liðböndum og vöðvum.
Samspil þeirra stjórnast af röð
taugastöðva. Bilun á einhverjum
hluta þessa kerfis gefur sig til
kynna sem verkur, sem er stað-
bundinn í bakinu eða leiðir út í um-
hverfið. Þannig getur t.d. verkur
frá hálsliðum leitt upp í höfuð, út
í axlir eða handleggi. Verkur frá
brjóstliðum leiðir fram eða út í
brjóstkassa og verkur frá mjóbaki
niður í fótleggi.
Tíðni
Verkir í hryggnum, einkum mjó-
hrygg, eru meðal algengustu kvilla,
sem almennur læknir fæst við.
Miklar rannsóknir á tíðni slíkra
verkja sýna, að 70-80% fólks á
aldrinum 20-55 ára fái þá ein-
hverntíma á þessum aldri og þeir
séu algengastir á aldrinum 40-50
ára. Einnig að þeir séu u.þ.b. jafn
algengir meðal þeirra, sem stunda
erfiðisvinnu og þeirra, er stunda
létt störf. Þetta virðist í fljótu
bragði ekki rökrétt, því álit flestra
er, að erfiðisvinnufólk hljóti að fá
verki í hrygginn miklu oftar. Hins
vegar sýna rannsóknir hið fyrr-
nefnda, og er það einnig reynsla
orthopeda. Aftur á móti verða þeir,
sem erfiðisvinnu stunda, fyrir
meira vinnutapi en hinir. (1) (2)
(3) (4).
Vel er kunnugt, að verkir í baki
byrja skyndilega eða eru hægfara,
einnig að þeir fyrrnefndu geta
varað mismunandi lengi, talið í
klukkustundum, dögum eða vikum,
og að mjög algengt er, að þannig
verkir komi aftur og aftur með
lengra eða skemmra millibili. Talið
er, að 95% þeirra, er fá þannig
verki í mjóhrygg, verði góðir aft-
ur. En vegna hinnar miklu tíðni,
verða þeir margir, er ekki losna
við þá. Hópur sá er því á mörgum
vinnustöðum vandamál, því vinnu-
tap er oft tilfinnanlega mikið yfir
lengri eða skemmri tíma. Af þessu
leiðir, að þetta fólk verður ekki
ósjaldan að leita nýrrar vinnu.
Þessu til sönnunar eru til ótal
skýrslur, ritgerðir og bækur.
Terminologia
Fyrsta sjúkdómsgreiningin á
bakverk er venjulega symtomat-
isk, þ.e. sem einkenni. Staðsetning
verkjarins eða upptök ráða, hvaða
nafn einkennið fær. Ríkuleg nafna-
flóra hefur byggzt upp um þessi
einkenni. Beinasérfræðingar
(orthopedar)hafaþó reyntað kom-
ast af með sem fæst heiti. Hvort
notuð sé um verki í eða frá háls-
liðum nuchalgia, cervicalgia, syn-
droma cervico - cranialis, syn-
droma cervico - brachialis eða rhiz-
opathia cervicalis, skiptir sennilega